Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
Skjalafréttir 7. tbl. 5.10.2016

Nýtt leiðbeiningarrit um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjalasafna

Þjóðskjalasafn Íslands stendur í þeirri vinnu að endurskoða leiðbeiningarrit sín og hefur endurnýjað útlit rita sinna. Fyrsta ritið sem hefur verið endurskoðað og kemur út með nýju útliti er Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala. Reglur og leiðbeiningar fyir ríkisstofnanir og hægt er að nálgast það ef smellt er hér.
 
Um samningu ritsins sáu Helga Jóna Eiríksdóttir og Kristjana Kristinsdóttir, skjalaverðir á Þjóðskjalasafni Íslands og ritstjórn var í höndum Njarðar Sigurðssonar sviðsstjóra skjalasviðs á Þjóðskjalasafni Íslands. Ritinu er ætlað að auðvelda starfsmönnum afhendingaskyldra aðila að ganga frá og skrá pappírsskjalasöfn sín til afhendingar í Þjóðskjalasafn Íslands.

Smellið á myndina til að skoða leiðbeiningarritið.
 

Könnun um skjalaskrárvef

Þessa dagana stendur yfir könnun á vegum Þjóðskjalasafns Íslands um viðhorf notenda og viðskiptavina safnsins til þess hvað þarf að hafa í huga þegar vefur sem heldur utan um skjalasrkár er útbúinn og hvort áhugi er fyrir því að nýta sér slíka vef.

Best væri að fá sem flest svör svo að könnunin verði sem marktækust og því hvetjum við fólk til að taka þátt og koma skoðun sinni á framfæri.

Könnunin stendur til 10. október næstkomandi og hægt er að nálgast hana með því að smella á meðfylgjandi tengil.

Skjalaskrár á vefinn - Könnun Þjóðskjalasafns Íslands

Námskeið um skjalavörslu

Þjóðskjalasafn Íslands býður upp á námskeið í skjalavörslu veturinn 2016-2017. Sex námskeið eruí boði en eitt hefur verið haldið nú þegar en skráning stendur yfir á námskeiðin sem eru eftir.

Næst verður haldið námskeiðið Átak í skjalavörslu, skjalavistunaráætlun og grisjun þann 18. október næstkomandi. Við minnum á að í ár er í boði að skrá sig á fjarnámskeið þannig að starfsmenn í skjalavörslu sem eiga ekki heimangengt á höfuðborgarsvæðið geti nýtt sér námskeiðin.

Með því að smella á meðfylgjandi tengil er hægt að sjá hvaða námskeið eru í boði og skrá sig á þau.

Skráning á námskeið

Hugtakið: Sérmál stofnunar

Þegar talað er um sérmál í stofnunum í leiðbeiningarritum Þjóðskjalasafns Íslands er átt við skjalaflokk sem inniheldur skjöl sem verða til í stofnuninni vegna sérstakrar starfsemi hennar. Dæmi um slíkt eru geymsluskrár í Þjóðskjalasafni Íslands, nemendaskrár í skólum og fréttir í Ríkisútvarpi. Sérmál geta einnig verið ýmis skjöl sem leggjast ekki í bréfasafn/málasafn og falla ekki undir neinn skjalaflokk sem fyrir hendi eru í skjalasafni stofnunarinnar. Í slíkum tilfellum er oft um að ræða vinnugögn starfsmanna sem verða til í kringum ákveðin verkefni. Sérmálum getur verið raðað á ýmsan hátt, allt eftir eðli skjalanna og hvernig þau eru notuð í viðkomandi stofnun.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp