Copy
Skjalafréttir frá Þjóðskjalasafni Íslands.
 

Skjalafréttir Þjóðskjalasafns

7. tbl. 4. desember 2014

Grisjunarbeiðnir eftir sameiningar stofnana

Margar opinberar stofnanir hafa verið sameinaðar undanfarin misseri eða verkefni hafa verið færð á milli stofnana. Að ýmsu þarf að huga í skjalastjórn og skjalavörslu þegar starfsemi stofnana breytist á þennan hátt. Má þar nefna grisjunarheimildir sem stofnun hefur fengið frá Þjóðskjalasafni Íslands. Ef t.d. tvær stofnanir eru sameinaðar í eina nýja stofnun falla grisjunarheimildir sem eldri stofnanir fengu úr gildi og þarf að sækja um heimild að nýju.

Til að sækja um grisjunarheimild þarf að fara á vef Þjóðskjalasafns Íslands og fylla út grisjunarbeiðni, hér: http://skjalasafn.is/eydublod og þarf að fylla út eyðublað G01 – 1.1 Grisjunarbeiðni.

 

Námskeið Þjóðskjalasafns Íslands eftir áramót

              
Minnt er á námskeið Þjóðskjalasafn Íslands um skjalastjórn og skjalavörslu afhendingarskyldra aðila. Haldin hafa verið þrjú námskeið á haustönn, þ.e.a.s. námskeiðin Hverju má henda? Grisjun skjala, Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna og Pappírslaus skjalavarsla. Tilkynning og samþykkt rafrænna gagnakerfa og voru námskeiðin vel sótt af starfsmönnum opinberra aðila.

            Á vorönn verða haldin fjögur námskeið sem eru:
  • Rafræn skjalavarsla: Skipulag og varðveisla rafrænna gagna -20. janúar 2015
  • Er röð og regla á málasafninu? Skráning mála og gerð málalykla – 17. febrúar 2015
  • Afhending rafrænna gagna: Gerð vörsluútgáfna – 17. mars 2015
  • Þarf að bæta skjalavörslu stofnunarinnar? Átak í skjalavörslu og gerð skjalavistunaráætlunar – 21. apríl 2015

Opið er fyrir skráningu á námskeiðin nú þegar og hægt er að skrá sig á þau á vef safnsins, hér: http://skjalasafn.is/skraning_a_namskeid.
 

Hugtakið

Rafræn skrá
Rafræn skrá er skrá sem heldur utan um skráningu upplýsinga á skipulagðan
hátt. Rafræn skrá er ólík rafrænum gagnagrunni að því leyti að í henni er ekki
um gagnatöflur að ræða og því engin vensl á milli ólíkra upplýsinga sem færð
eru inn í skrána. Um rafrænar skrár afhendingarskyldra aðila gilda reglur Þjóðskjalasafns Íslands um tilkynningu rafrænna skráa og gagnagrunna afhendingarskyldra aðila.
Rétthafi © 2014 Þjóðskjalasafn Íslands.
Öll réttindi áskilin.
Email Marketing Powered by Mailchimp
Þjóðskjalasafn Íslands | Laugavegi 162 | 105 Reykjavík | 590 3300 | www.skjalasafn.is