Copy
Skjalafréttir frá Þjóðskjalasafni Íslands.
 

Skjalafréttir Þjóðskjalasafns

6. tbl. 2. september 2014

Um mikilvægi þess að huga að skjalageymslunum, sérstaklega í úrhelli
Í ljósi frétta síðastliðinnar helgar af vondu veðri og flóðum í húsakynnum víðsvegar um höfuðborgina þykir Þjóðskjalasafni Íslands rétt að benda á að skjalageymslur þurfa að vera öruggar gagnvart tjóni vegna náttúruvár. Til dæmis vatnsflóðum, jarðskjálftum og snjó- og aurflóðum.

Verði óhöpp í skjalageymslum stofnana eða fyrirtækja má hafa samband við Þjóðskjalasafn Íslands og fá leiðbeiningar um hvernig best er að bregðast við . Tjón sem skjöl verða fyrir er oftast óbætanlegt og geta mikilvægar upplýsingar glatast ef ekki er gætt að geymslu skjalanna og brugðist strax við þegar óhöpp verða.

Upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til skjalageymslna má m.a. finna í 14. kafla Handbókar um skjalavörslu sveitarfélaga, hér.


Skjöl sem höfðu legið lengi í rökum kjallara og orðið fyrir vatnstjóni

Áminning um námskeið Þjóðskjalasafns
Þann 23. september næstkomandi mun námskeiðið Hverju má henda? Grisjun skjala verða haldið í Þjóðarbókhlöðunni, húsakynnum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns að Arngrímsgötu 3 í Reykjavík. Eins og fram hefur komið í fyrri Skjalafréttum verða framkvæmdir í Þjóðskjalasafni Íslands í vetur og því verða námskeið safnsins haldin í Þjóðarbókhlöðunni.

Í framhaldi af námskeiðinu um grisjun skjala þá verða haldin sex námskeið til viðbótar sem dreifast yfir veturinn 2014/2015. Opnað hefur verið fyrir skráningu og er nægt pláss enn eftir á námskeið Þjóðskjalasafns Íslands.

Hér má skoða hvað er í boði og tímasetningu námskeiðanna: Námskeið Þjóðskjalasafns Íslands og hér má skrá sig á námskeið: Skráning á námskeið.

Hugtakið: Verkefni skjalamyndara.
Í leiðbeiningum Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavörslu er hugtakið verkefni notað yfir verkefni afhendingarskyldra aðila sem eru bundin í lögum, reglugerðum eða sérstökum samþykktum sem sett hafa verið fyrir viðkomandi embætti. Efnissvið í málalykli eiga að endurspegla verkefni afhendingarskyldra aðila.
Rétthafi © 2014 Þjóðskjalasafn Íslands.
Öll réttindi áskilin.
Email Marketing Powered by Mailchimp
Þjóðskjalasafn Íslands | Laugavegi 162 | 105 Reykjavík | 590 3300 | www.skjalasafn.is