Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra

Skjalanámskeið á Egilsstöðum 1. apríl 2016

Föstudaginn 1. apríl næstkomandi munu Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Námskeiðið er ætlað fyrir starfsfólk í skjalavörslu/skjalastjórn sveitarfélaga og opinberra stofnanna ríkisins á Austurlandi.
 
Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Þjóðskjalasafns Íslands: Skjalanámskeið á Egilstöðum

Eftirlitskönnun með afhendingaskyldum aðilum ríkisins 2016

Þjóðskjalasafn Íslands sendi út á dögunum bréf til afhendingarskyldra aðila ríkisins þess efnis að könnun yrði gerð á skjalavörslu og skjalastjórn þeirra. Könnunin verður send út rafrænt á mánudaginn næsta, 22. febrúar, og mun berast forstöðumönnum með tölvupósti. Líklegt þykir að skjalastjórar verði fengnir til að svara könnuninni og því eru þeir beðnir að vera vakandi fyrir þessu.

Rétt er að hafa í huga að hér er ekki um skoðanakönnun að ræða heldur upplýsingaöflun sem byggir á lögboðnu hlutverki Þjóðskjalasafns og því vinsamlegast farið fram á að allir svari.

Farið er þess á leit að könnuninni sé svarað eigi síðar en 7. mars næstkomandi. Árni Jóhannsson, skjalavörður, hefur umsjón með verkinu. Beina má spurningum til hans á póstfangið arni@skjalasafn.is.

Hugtakið: Notkunarreglur fyrir rafræn skjalavörslukerfi

Notkunarreglur eru ætlaðar til að stuðla að góðri og öruggri skjalavörslu með því að skilgreina samræmd vinnubrögð við notkun á rafrænu skjalavörslukerfi. Í notkunarreglum skal finna lýsingu á m.a. leitaraðferðum og reglum um notkun þeirra, vinnuferli við frágang og vörslu mála og skjala, skönnunarferli og snið skjala sem varðveitt er í rafrænum skjalavörslukerfum. Nauðsynlegt er að með tilkynningu á rafrænum skjalavörslukerfum fylgi notkunarreglur fyrir kerfið.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp