Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
Skjalafréttir 1. tbl. 15. janúar 2016

Tilkynning og afhending gagna úr rafrænum gagnakerfum

Afhendingarskyldum aðilum er skylt, samkvæmt reglum Þjóðskjalasafns Íslands þar að lútandi, að tilkynna rafræn gagnakerfi til opinbers skjalasafns (þ.e. Þjóðskjalasafns Íslands eða héraðsskjalasafns ef það á við) og eftir atvikum afhenda gögn í formi vörsluútgáfu í kjölfarið.

Um tilkynningu rafrænna gagnakerfa
Tilkynna skal rafræn gagnakerfi að minnsta kosti þremur mánuðum áður en þau eru tekin í notkun. Markmið tilkynninganna er að tryggja örugga vörslu rafrænna gagna til framtíðar og að um gögnin séu til samræmdar upplýsingar til að auðvelda komandi kynslóðum að nota gögn frá okkar dögum.

Það skal tekið fram að opinbert skjalasafn vottar ekki að tiltekin rafræn gagnakerfi (t.d. rafræn skjalavörslukerfi) framleiðenda/söluaðila uppfylli reglur um rafræna skjalavörslu. Varðveisla rafrænna gagna er heimiluð hjá hverjum afhendingarskyldum aðila fyrir sig á grundvelli þeirra upplýsinga sem viðkomandi gefur um notkun kerfis þegar það er tilkynnt til opinbers skjalasafns.

Á grundvelli upplýsinga í tilkynningu á rafrænu gagnakerfi úrskurðar opinbert skjalasafn um varðveislu gagnanna í kerfinu. Ef úrskurðað er um varðveislu gagnanna er ákveðið hvenær skuli afhenda fyrstu vörsluútgáfu til viðkomandi opinbers skjalasafns. Afhendingarskyldum aðila er skylt að afhenda gögn í formi vörsluútgáfu á þeim tíma sem úrskurður kveður á um.
 
Hér má finna uppfærðan lista yfir þá sem eiga að afhenda rafræn gagnakerfi til Þjóðskjalasafns Íslands: Listi yfir áætlaðar afhendingar vörsluútgáfa

Hugtakið: Umsjónamaður skjalasafns

Í leiðbeiningarritum Þjóðskjalasafns Íslands er notað hugtakið umsjónarmaður skjalasafns yfir starfsmann sem hefur daglega umsjón með skjalasafni stofnunar eða embættis. Í stærri stofnunum starfa sérstakir skjalaverðir/skjalastjórar, en í þeim minni sinna þeir skjalavörslu ásamt öðrum verkefnum. Forstöðumaður stofnunar er eftir sem áður ábyrgðarmaður skjalasafnsins.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp