Copy
Skjalafréttir frá Þjóðskjalasafni Íslands.
 

Skjalafréttir Þjóðskjalasafns


Nýtt fréttabréf Þjóðskjalasafns Íslands
Komið sæl, hér lítur dagsins ljós nýtt fréttabréf sem Þjóðskjalasafn Íslands hyggst senda út í framtíðinni með tilkynningum um það sem er að gerast í skjalavörslu á Íslandi. Fréttabréfið hefur fengið nafnið Skjalafréttir og mun útgáfutíðni þess vera ekki vera regluleg en ný tölublöð munu berast þegar eitthvað merkilegt er að gerast eða ef safnið vill koma út einhverjum tilkynningum.

Þeir sem fá þetta fyrsta fréttabréf eru einstaklingar sem hafa setið námskeið hjá safninu nú þegar og nýtum við okkur netföngin þeirra til að hefja útgáfu. Ef einhver vill ekki vera á þessum póstlista er hægt að afskrá sig með því að smella á „Afskrá af póstlista“ hér að neðan.


Námskeið Þjóðskjalasafns Íslands - Vorönn 2014
Líkt og undanfarin ár stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir námskeiðum um skjalavörslu opinberra stofnana og er nú komið að vorönn fyrir árið 2014. Hægt er að skoða hvaða námskeið eru í boði á vefsíðu safnsins með því að smella hér. Þá er hægt að skrá sig á námskeið með því að smella hér.

Athygli er vakin á því að námskeiðið „Er röð og regla á málasafninu? Skráning mála og gerð málalykla“ hefur verið fært fram um eina viku og verður því haldið 28. janúar 2014.


Hugtak dagsins
Skjalaflokkur
Skjalasafn hvers skjalamyndara samanstendur oftast af mörgum skjalaflokkum, sem skiptast niður í aðal- og undirskjalaflokka í samræmi við samsetningu skjalasafnsins. Hver einstakur skjalaflokkur verður til hjá skjalamyndara við lausn verkefna, vegna sérstaks efnisinnihalds skjalanna sem unnið er með, notkunar þeirra og forms. Það ræðst af starfsskipulagi og verkefnum viðkomandi skjalamyndara hvaða skjalaflokkar eru í skjalasafninu. Skjöl tilheyrandi tilteknum skjalaflokki í skjalasafni geta verið svo fjölbreytileg eða margs konar að efni að þeim er skipt niður í undirskjalaflokka. Það er t.d. ekki óalgengt að skjalaflokkurinn „bókhald“ skiptist niður í undirskjalaflokka, eins og ársreikninga, fylgiskjöl o.s.frv.
Rétthafi © 2014 Þjóðskjalasafn Íslands.
Öll réttindi áskilin.
Email Marketing Powered by Mailchimp
Þjóðskjalasafn Íslands | Laugavegi 162 | 105 Reykjavík | 590 3300 | www.skjalasafn.is