Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
4. tbl. 18. mars 2016

Eftirlitskönnun með afhendingaskyldum aðilum 2016

Þjóðskjalasafn Íslands hefur undanfarnar vikur kannað stöðu skjalavörslu hjá afhendingaskyldum aðilum ríkisins. Könnunin var send rafrænt á forstöðumenn afhendingaskyldra aðila þann 22. febrúar síðastliðinn og ítrekuð 7. mars með sama hætti og hefur svörun verið með ágætum. Alltaf má þó gera betur og er þetta tölublað Skjalafrétta sent út til að minna þá aðila sem ekki hafa enn svarað könnuninni að möguleiki er að svara til 23. mars næstkomandi.

Í seinustu könnun sem Þjóðskjalasafn Íslands framkvæmdi var svarhlutfallið 84% sem þykir í góðu lagi en því fleiri afhendingaskyldir aðilar sem svara því betri mynd fær Þjóðskjalasafn Íslands af ástandi skjalavörslu ríkisins. Þar með er hægt að bæta ráðgjöf og leiðbeiningar safnsins þannig að afhendingaskyldir aðilar geti með besta móti uppfyllt lögbundið hlutverk sitt um skjalavörslu/skjalastjórn.

Hægt er að skoða skýrslu um seinustu könnun með því að smella hér
.

Hugtakið: Leitaraðferð í rafrænum skjalavörslukerfum

Með leitaraðferðum er átt við það kerfi í rafrænum skjalavörslukerfum sem gerir kleift að leita að og finna stök skjöl og skjöl sem heyra saman efnislega. Í rafrænu dagbókarkerfi eða rafrænu mála- og skjalavörslukerfi er leitaraðferðin byggð á skráningarhluta og skráningaraðferð. Í skráningarhluta eru skráðar upplýsingar um stök skjöl og stök mál, þar með talin tengsl einstakra skjala við hvert mál og skráningaraðferð (t.d. númer í málalykli). Skráningaraðferð er notuð til þess að tryggja rétt samhengi upplýsinga, þannig að skjöl sem varða sams konar mál og lýsa sams konar máli liggi saman og finnist á sama stað, hvort sem er á rafrænu formi eða pappír. Málalykill er t.d. sú skráningaraðferð sem gerð er krafa um að afhendingarskyldir aðilar noti til þess að raða skjölum í málasafni.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp