Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
Skjalafréttir. 1. tbl. 4. janúar 2017

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Undir lok síðasta árs var birt í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla grein eftir Kristínu Benediktsdóttur og Trausta Fannar Valsson, dósenta við lagadeild Háskóla Íslands, sem ber heitið „Varðveisla gagna í stjórnsýslunni“. Vel er farið yfir þau lög og reglur, bæði skrifaðar og óskrifaðar, sem mynda lagalegt umhverfi skjalavörslu á Íslandi og er því gagnleg þeim sem starfa í greininni. Að auki er vel útskýrt hvaða skyldur hvíla á opinberum aðilum við varðveislu skjala og bann við förgun þeirra án heimildar Þjóðskjalasafns. Einnig brýna höfundar Þjóðskjalasafn Íslands til þess að setja reglur um förgun sérstakra skjala eða skjalaflokka eins og kveðið er á um í lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Þjóðskjalasafn Íslands hefur það á áætlun sinni að setja slíkar reglur á næstu misserum en vinna er hafin við setningu reglna um grisjun í skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila.

Lesendur Skjalafrétta eru hvattir til að lesa greinina sem má finna með því að smella á hlekkinn neðst í fréttinni.

Niðurlag greinarinnar er m.a. það að vegna þess hve miklir hagsmunir eru af því að varðveisla mikilvægra upplýsinga sé tryggð, vegna t.d. réttinda borgaranna, sé það til umbóta að ákvörðunarvaldið varðandi förgun á skjölum sé hjá Þjóðskjalasafni Íslands en ekki stjórnvaldinu sjálfu sem sýslar með upplýsingarnar.

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Hugtakið: Skjalavarsla

Skjalavarsla eru öll atriði er lúta að myndun, varðveislu og aðgengi að skjölum og öðrum upplýsingum tiltekins skjalasafns hvort heldur er hjá afhendingarskyldum aðila eða hjá opinberu skjalasafni, sbr. 2. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2017 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp