Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
Skjalafréttir 10. tbl. 21.desember 2016

Myndbönd og glærur frá málstofnunni Ábyrgð stjórnsýslunnar – nútíma skjala- og gagnavarsla

Þann 26. maí sl. stóð Þjóðskjalasafn Íslands, í samstarfi við Ríkisskjalasafn Danmerkur, fyrir málstofu um varðveislu rafrænna gagna. Á  málstofunni fluttu erindi Garðar Kristinsson, skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands og Danirnir Jan Dalsten Sørensen, forstöðumaður deildar rafrænnar skjalavörslu og René Mittå, ráðgjafi í rafrænni skjalavörslu í Ríkisskjalasafni Danmerkur. Nú hafa myndbandsupptökur ásamt glærum fyrirlesara verið gerðar aðgengilegar á vef Þjóðskjalasafns og má nálgast efnið með því að smella hér.

Fundargerðir grisjunarráðs 2014-2016 aðgengilegar á vef ÞÍ

Grisjunarráð Þjóðskjalasafns Íslands tók til starfa í kjölfar laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Grisjunarráð er þjóðskjalaverði til ráðgjafar um ákvarðanir um grisjun skjala afhendingarskyldra aðila og í því sitja auk Eiríks G. Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar þau Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns og Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Á fundum grisjunarráðs eru teknar ákvarðanir um beiðnir um grisjun skjala. Fundargerðir grisjunarráðs frá 2014-2016 hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef Þjóðskjalasafns Íslands og má nálgast þær með því að smella hér.

Hugtakið: Grisjunarheimild

Grisjunarheimild er formleg heimild frá þjóðskjalaverði um að grisja megi ákveðna skjalaflokka eða skjöl afhendingarskylds aðila. Óheimilt er að eyða skjölum úr skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila nema með heimild þjóðskjalavarðar, skv. 24. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Til að fá slíka heimild þarf að senda grisjunarbeiðni til Þjóðskjalasafns Íslands á sérstöku umsóknareyðublaði.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp