Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
Skjalafréttir 5. tbl. 4. maí 2016

Sérfræðingar frá Ríkisskjalasafni Danmerkur á málstofu um varðveislu rafrænna gagna

Þann 26. maí nk. stendur Þjóðskjalasafn Íslands í samvinnu við Ríkisskjalasafn Danmerkur fyrir málstofu um varðveislu rafrænna gagna. Tveir sérfræðingar í varðveislu rafrænna gagna frá Ríkisskjalasafni Danmerkur og fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands flytja erindi. Jan Dalsten Sørensen, forstöðumaður deildar rafrænnar skjalavörslu og René Mittå, ráðgjafi í rafrænni skjalavörslu, munu flytja erindi um reglur, aðferðarfræði og val á skráarsniðum fyrir varðveislu rafrænna gagna. Garðar Kristinsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, flytur erindi um stöðu rafrænnar skjalavörslu á Íslandi.
 
Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um varðveislu rafrænna opinberra gagna byggjast á aðferðafræði danska ríkisskjalasafnsins. Á málstofunni er því gott tækifæri til að fræðast um vörslu rafrænna gagna frá fyrstu hendi.
 
Málstofan sem ber yfirskriftina „Ábyrgð stjórnsýslunnar – nútíma skjala- og gagnavarsla“ verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162 fimmtudaginn 26. maí nk. kl. 9-12. Verð á mann er 5.700 kr og er léttur morgunverður og kaffiveitingar innfalið í verði. Málstofan fer fram á íslensku og ensku. 

Skráning á málstofuna fer fram hér.

Dagskrá
8:30-9:00 Fundargestir koma - morgunkaffi
9:00-9:10 Fundarsetning - Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands
9:10-9:30 Staða rafrænnar skjalavörslu á Íslandi - Garðar Kristinsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands
9:30-10:10 Status for digital archiving in Denmark - Jan Dalsten Sørensen, forstöðumaður deildar rafrænnar skjalavörslu í Ríkisskjalasafni Danmerkur
10:10-10:30 Kaffi
10:30-11:15 Status for digital archiving in Denmark  (framhald)
11:15-12:00 Criteria for document formats and media for preservation - Jan Dalsten Sørensen, forstöðumaður deildar rafrænnar skjalavörslu í Ríkisskjalasafni Danmerkur og René Mittå, ráðgjafi í rafrænni skjalavörslu í Ríkisskjalasafni Danmerkur

Hugtakið: Rafrænn gagnagrunnur

Rafrænn gagnagrunnur er safn upplýsinga sem geymdar eru skipulega á rafrænu formi. Gögnum er skipað niður eftir innbyrðis venslum til að vinna úr þeim og heimta þau að hluta eða í heild. Um rafræna gagnagrunna gilda reglur Þjóðskjalasafns Íslands um tilkynningu rafrænna skráa og gagnagrunna afhendingarskyldra aðila.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp