Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
Skjalafréttir 3. tbl. 1. mars2016

Eftirlitskönnun með afhendingaskyldum aðilum 2016

Þessa dagan stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir eftirlitskönnun á skjalavörslu afhendingaskyldra aðila ríkisins en fjögur ár eru síðan slík könnun var framkvæmd hér á landi. Tilgangur könnunarinnar er að meta hvernig afhendingaskyldir aðilar uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn til að efla bæði ráðgjöf, þjónustu og eftirlit safnsins. Nú er ástæða til að kanna málin aftur til sjá hvernig skjalavarsla og skjalastjórn hefur þróast.

Könnunin var tilkynnt með bréfi til forstöðumanna afhendingarskyldu aðilanna þann 17. febrúar síðastliðinn og þann 22. sama mánaðar var hlekkur sendur sömu forstöðumönnum og þeim ætlað að áframsenda hana til skjalastjóra eða skjalavarðar ef slíkur starfamaður er fyrir hendi.

Afar mikilvægt er að allir afhendingarskyldir aðilar ríkisins svari könnuninni svo að samanburður við niðurstöður síðustu könnunar verði raunhæfur. Rétt er að hafa í huga að hér er ekki um skoðanakönnun að ræða heldur upplýsingaöflun sem byggir á lögboðnu hlutverki Þjóðskjalasafns og því vinsamlegast farið fram á að allir svari. Þegar þessi frétt birtist hafa 36 aðilar klárað að fylla út könnunina ásamt því að 80 aðilar hafa byrjað á henni. Þetta þýðir að 116 af 196 afhendingaskyldum aðilum, sem fengu senda könnun, hafa brugðist við henni.

Hugtakið: Hlutverk opinberra skjalasafna

Um hlutverk opinberra skjalasafna er kveðið á um í 13. grein laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 en þau eru meðal annars að taka við og heimta inn skjöl frá afhendingaskyldum aðilum sem hafa að geyma upplýsingar sem þýðingu hafa fyrir stjórnsýslu eða hagsmuni og réttindi borgaranna eða hafa sögulegt gildi og hafa þau til reiðu fyrir þá sem vilja nota safnið.

Hlutverk opinberra skjalasafna er auk þess að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn, reglugerðum sem ráðherra setur á grundvelli þeirra og á reglum sem settar.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2016 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp