Copy
Skjalafréttir Þjóðskjalasafns Íslands
Skoða Skjalafréttir í vafra
7. tbl. 28. október 2015

Könnun um vef Þjóðskjalasafns Íslands

Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er að finna margvíslegar upplýsingar, leiðbeiningar og ráðgjöf um skjalavörslu og ýmsan fróðleik annan. Við erum stöðugt að reyna að bæta þessa þjónustu og því leitum við nú til helstu markhópa okkar að hjálpa okkur í þeirri viðleitni.
 
Hér að neðan er tengill á könnun um vefinn okkar sem við hvetjum lesendur Skjalafrétta til að smella á og svara nokkrum spurningum um vefinn okkar og þá þjónustu sem þar er veitt. Það tekur ekki nema 2-3 mínútur að svara könnuninni.
 
Hér er könnunin: https://www.surveymonkey.com/r/MFQ7WCX.

Fundargerðir grisjunarráðs Þjóðskjalasafns Íslands

Eins og kveðið er á um í 24. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, þá er afhendingarskyldum aðilum óheimilt að eyða eða ónýta nokkurt skjal í skjalasöfnum sínum nema á grundvelli samþykktar frá þjóðskjalaverði. Það þýðir að ef afhendingarskyldur aðili vill eyða skjölum úr skjalasafni sínu þarf hann að sækja um það á sérstökum eyðublöðum sem kallast grisjunarbeiðni og er að finna hér: < http://skjalasafn.is/eydublod>

Grisjunarbeiðni fer fyrir Grisjunarráð, sem er þjóðskjalaverði til ráðuneytis um afgreiðslu grisjunarbeiðna. Þessir einstaklingar sitja í Grisjunarráði auk þjóðskjalavarðar, Eiríks G. Guðmundssonar.
Njörður Sigurðsson sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns.
Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður.

Í samræmi við opna stjórnsýslu og stefnu safnsins að auka þjónustuna við afhendingaskylda aðila þá er nú hægt að skoða fundargerðir grisjunarráðs á vef safnsins: Fundargerðir grisjunarráðs Þjóðskjalasafns Íslands.

Hugtakið

Skjalaflokkunarkerfi
Hugtakið skjalaflokkunarkerfi er skráningaraðferð sem notuð eru í skjalasafni skjalamyndara til að tryggja rétt samhengi upplýsinga. Notuð eru ólík skjalaflokkunarkerfi til að halda utan um ólíka skjalaflokka. Algeng skjalaflokkunarkerfi, sem notuð eru í stofnunum, eru t.d. málalykill sem heldur utan um málasafn og bókhaldslykill sem heldur utan um bókhald.
Vertu vinur okkar á Facebook
Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns
Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2015 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.


Hætta í áskrift    Uppfæra upplýsingar um áskrift 

Email Marketing Powered by Mailchimp