Copy
Mikilvægi óformlegrar og formlausrar menntunar.
 
Skoða þennan póst í vafra
Skrá mig á EPALE vefgáttina

Vertu með í EPALE samfélaginu ásamt 11 þúsund sérfræðingum í fullorðinsfræðslu. Taktu þátt og gefðu álit, komdu með athugasemdir og eigin hugmyndir!


Mikilvægi óformlegrar og formlausrar menntunar

Kæru EPALE félagar

Dagana 15.-19. ágúst lagði EPALE sérstaka áherslu á óformlega og formlausa menntun.
Enn sem komið er hefur ekki  verið lögð mikil áhersla á rannsóknir á þessum menntunaraðferðum,  sem samt sem áður hafa gagnast mjög vel þeim sem ekki tekst að ná til með hefðbundnum, formlegum menntaleiðum.

EPALE teymi í öllum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman við að útvega sérfræðingum í fullorðinsfræðslu upplýsingar um hagnýt úrræði, áhugaverðar greinar og góð ráð um það sem er að gerast í greininni. Lista með öllu efni sem tengist óformlegri og formlausri menntun er að finna á undirslóðinni : Valuing non-formal and informal learning.

Blogg greinar

 • Validation of non-formal and informal learning – a holistic approach by Scotland (þýska, enska, spænska, franska, ítalska, pólska).
  Staðfesting á óformlegri og formlausri menntun er flókið ferli. Andrew McCoshan, sérfræðingur EPALE í samræmingu á gæðum menntunar, skrifaði grein um aðferðir sem Skotar hafa notað með góðum árangri og nýst geta fagfólki í öðrum löndum.
 • Case study on Feeling Younger by Getting Older (þýska, enska, spænska, franska, ítalska, pólska).
  Við höfðum samband við Serena Barilaro sem vann  verkefni undir heitinu „Þér finnst þú yngri með hverju ári sem þú eldist .“ Serena sagði okkur hjá EPALE hvernig það gagnast bæði þeim eldri og yngri að deila þekkingu og færni.
 • Quality in guidance: Challenges for Europe (enska, finnska, sænska)
  Við tókum viðtal við Mika Launikari hjá Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar í Finnlandi um nauðsyn þess að Evrópa innleiði heildræna nálgun varðandi gæði í menntun, atvinnumál og símenntun.

Fréttir frá Evrópu

Í ágúst var umræða um ráðningarhæfi og aðlögun ofarlega á dagskrá fullorðinsfræðslu í Evrópu:

 • Í Þýskalandi eru stjórnvöld í North Rhein-Westphalia að feta sig áfram varðandi aðlögun flóttamanna að vinnumarkaði með því að bjóða upp á tungumálanámskeið fyrir byrjendur, (þýska).
 • Í Eistlandi ákvað hið opinbera að leggja ríflega 800.000 evrur í að auka tungumálafærni bæði Eistlendinga sem vilja fara erlendis til að vinna, sem og útlendinga sem vilja læra eistnesku til að auka ráðningarhæfi sitt í Eistlandi. (enska, eistneska)
 • Stjórnvöld í Wales hafa auglýst nýtt verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Markmiðið er að auka þekkingu fólks sem tilheyrir þjóðernisminnihlutum og innflytjendum og efla möguleika þess á atvinnu. 1.2 milljón sterlingspunda eða sem samsvarar 1.4 milljón evra verður varið í þetta verkefni. (enska)

Þann 26. september fagnar EPALE Evrópska tungumáladeginum! Þann dag munum við standa fyrir heilsdags umræðum undir stjórn fjöltyngda tungumálakennarans  Alex Rawling og Andrew McCoshan, sérfræðingi EPALE í samræmingu á gæðum menntunar. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að deila hugmyndum þínum og heyra af reynslu samstarfsfólks í Evrópu. Farðu á EPALE vefsvæðið þann 26. september til að fá nánari upplýsingar um þátttöku í umræðunum.

Yfirlýsingunni um upplýsingavernd EPALE hefur verið breytt. Nauðsynlegt er að lesa og samþykkja nýju yfirlýsinguna. Það er gert með því að fara inn á eigin aðgang og yfirlýsingin birtist þar í litlum kassa.

Skráið ykkur núna!

Ekki gleyma að skrá ykkur á EPALE til að geta deilt skoðunum ykkar um það sem skrifað er þar. Skráið ykkur núna og verið með í samfélagi 15.000 sérfræðinga um fullorðinsfræðslu.


Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email

© 2016 Rannís, Allur réttur áskilinn.