Copy

FRÉTTABRÉF RAFMYNTARÁÐS ÍSLANDS
(English version below)
 
Bitcoin byrjar árið 2021 sterkt – rafmyntir og bálkakeðjuheimurinn stækkar
 
Rafmyntaráð Íslands flutti, ásamt Fjártækniklasanum, úr Katrínartúni í Grósku í desember 2020. Frá þeim tíma hefur Bitcoin hækkað úr um 14.000 bandaríkjadollurum í rúmlega 60 þúsund, en gengi Bitcoin er nú í um 56.500 bandaríkjadollurum þegar þessi orð eru rituð. Um áramótin stóð Bitcoin í rétt tæpum 30.000 bandaríkjadollurum.
Eins og svo oft áður hafa aðrar rafmyntir fylgt hækkunum á gengi Bitcoin eftir með allverulegum vexti og er nú heildarmarkaðsvirði allra rafmynta um 1.900 milljarðar bandaríkjadollara. Hlutdeild Bitcoin í því markaðsvirði er 55,7% eða um 1.060 milljarðar bandaríkjadollara.
Hækkanir þessar eiga sér margþættar skýringar, en hér skulu aðeins nokkrar nefndar. Fjármálafyrirtæki hafa í auknum mæli fjárfest í Bitcoin fyrir hluta af eignasafni sínu og aukið rafmyntaþjónustu við viðskiptamenn sína. A.m.k. tveir lífeyrissjóðir hafa fjárfest í Bitcoin, annar í Ísrael fyrir 100 milljónir bandaríkjadollara og hinn í Nýja Sjálandi fyrir 244 milljónir bandaríkjadollara. Líklega eru þó stærstu tíðindi ársins til þessa að stórfyrirtækið Tesla keypti Bitcoin fyrir 1,5 milljarða dollara í janúar og hefur bæst í góðan hóp stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum sem hafa keypt Bitcoin, eins og MicroStrategy, Marathon og Square, svo einhver séu nefnd. Þá hafa áhyggjur fjárfesta af stóraukinni peningaprentun í heimsfaraldrinum fengið marga hverja til að fjárfesta í Bitcoin; harðasta pening mannkynssögunnar.
 
Umræða um Bitcoin og aðrar rafmyntir stöðugt jákvæðari úti í heimi
 
Bitcoin stendur enn frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Óhætt er þó að fullyrða að Bitcoin hefur staðist allar sínar áskoranir hingað til og vaxið á 12 árum frá því að vera verðlaust í eignaflokk sem geymir meira en þúsund milljarða bandaríkjadollara og hækkað árlega í verði að meðaltali um 200% síðasta áratug. Engin eign eða eignaflokkur hefur náð sambærilegum árangri á jafn skömmum tíma. Samhliða þessum hækkunum hefur Bitcoin eðlilega fengið aukna viðurkenningu hjá stjórnvöldum og öflum fjármálakerfisins, sem mörg hver töluðu ötullega gegn rafmyntinni fyrir fáeinum árum. Enn gætir þó skiljanlega fyrirvara og efasemda um gildi Bitcoin til framtíðar. Fróðlegt verður að sjá hvernig atburðarás næstu ára verður!
 
Kristján Ingi Mikaelsson kveður Rafmyntaráð eftir frábært starf – Kjartan Ragnars tekur við keflinu. Góðir gestir í Hlaðvarpi Rafmyntaráðs
 
Kristján Ingi Mikaelsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs í byrjun árs og hefur nú haldið á vit spennandi verkefna með sprotafyrirtækinu Fractal 5. Kristján hefur unnið frábært starf fyrir samtökin í stjórnartíð sinni sem framkvæmdastjóri og færir stjórn Rafmyntaráðs honum kærar þakkir fyrir farsælt samstarf. Kjartan Ragnars tók við starfinu, en hann var áður varamaður í stjórn samtakanna. Kjartan starfaði áður sem lögmaður á Cicero lögmannsstofu og er jafnframt stjórnarmaður í Myntkaupum ehf.
Kjartan hefur fengið til sín góða gesti í Hlaðvarp Rafmyntaráðs, sem er aðgengilegt á Youtube-rás samtakanna (Icelandic Blockchain Foundation). Ívar Ketilsson hefur komið tvisvar, Jón Gunnar Ólafsson, lögfræðingur Monerium, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins og Þorvarður Arnar Ágústsson, hjá Deloitte.
 
Rafmyntaráð mætir auknum áhuga um rafmyntir – kynningar og viðtalstímar
 
Ljóst er að áhugi á Bitcoin, öðrum rafmyntum og bálkakeðjutækninni almennt, fer vaxandi bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Rafmyntaráð býður fyrirtækjum upp á kynningar, en eins eru félagsmenn hvattir til að nýta sér viðtalstíma við framkvæmdastjóra Rafmyntaráðs, frá 13-17 alla fimmtudaga. Mikilvægt er að bóka tíma fyrirfram á ibf@ibf.is Í viðtalstímunum gefst félagsmönnum kostur á að bera undir framkvæmdastjóra hvers kyns pælingar og spurningar sem lúta að rafmyntum og bálkakeðjutækni. Vakin er þó sérstök athygli á því að Rafmyntaráð Íslands veitir ekki lagalega ráðgjöf eða fjárfestingaráðgjöf.
 
Stefna og framtíðarsýn Rafmyntaráðs Íslands
 
Rafmyntaráð stefnir að því að efla tengsl við stjórnmálaöfl og atvinnulífið á Íslandi með hagsmuni rafmynta að leiðarljósi. Eins munu samtökin beita sér fyrir því að efla þekkingu og miðla fræðslu um viðfangsefnið til almennings með fyrirlestrum, hlaðvarpi og hverjum öðrum hætti. Í því samhengi má nefna að í september fer fram námskeið um Bitcoin og aðrar rafmyntir hjá Endurmenntun Íslands, sem Kjartan Ragnars kennir.
 
Eitt af forgangsmálum Rafmyntaráðs er að endurvekja þá stórskemmtilegu viðburðamenningu sem einkenndi starf samtakanna áður en heimsfaraldurinn skall á. Eru félagsmenn og aðrir eindregið hvattir til að fylgjast vel með og láta sig ekki vanta á slíka viðburði!
 
Áfram og upp á við!
Rafmyntaráð Íslands,
Reykjavík, 12. apríl 2021
 
 
 
 
 
 
 
NEWSLETTER
 
Bitcoin starts year 2021 with boom
 
In December of last year, the Icelandic Blockchain Foundation (IBF) moved its headquarters from Katrínartún to Gróska, the Fintech Cluster. Since then, Bitcoin has rallied from $ 14,000 to over $ 60,000 when it reached its all-time high in February. The current exchange rate of Bitcoin is $ 56,500 at the time of writing.
As is often the case, most altcoins have had some severe gains as well. The total market cap of all cryptocurrencies is approximately $ 1.9 trillion. The Bitcoin market dominance stands approximately at 55,7%.
It is probably safe to assume that this bull run has various explanations; Financial Institutions have increasingly been exposing their portfolios to Bitcoin and have increasingly started to provide crypto related services to their clients. It has also been confirmed that at least two pension funds have invested in Bitcoin. However, one could say that the biggest news this year is the significant $ 1.5 billion entry of Tesla, Inc. into Bitcoin in January. By this move into Bitcoin, Tesla has joined big multinational companies, such as MicroStrategy, Square and Marathon, to name a few.
 
Kristján Ingi Mikaelsson retires after great run – Kjartan Ragnars steps in as Managing Director
 
Kristján Ingi Mikaelsson retired from his position as the Managing Director of IBF at the beginning of this year and has taken his talent to the startup company Fractal 5. Kristján’s work for the IBF has been nothing short of outstanding and we give him our most sincere thanks for his time and work. Kjartan Ragnars took over the position as the Managing Director in January. Prior to that, Kjartan worked as an attorney at Cicero Law Firm and is also on the board of directors at Myntkaup ehf.
 
IBF responds to growing crypto interests – presentations and appointments
Undeniably, the interest in Bitcoin and other cryptocurrencies has been rapidly growing. To respond to that growing interest, IBF offers talks and introductions to companies and organizations. Also, members of the Icelandic Blockchain Foundation can book an appointment via ibf@ibf.is and have a meeting with the Managing Director at the Fintech Cluster office. The meetings take place every week on Thursdays between 13:00 -17:00 o’clock. Members are encouraged to use this service.
 
IBF’s policy and agenda
IBF aims to strengthen its connection with political parties and various organizations and government agencies to pave the way for cryptocurrencies in Iceland. Also, IBF will continue to educate and create educational content regarding cryptocurrencies and blockchain technology.
 
One of IBF’s priority issues is to reinstate the excellent event culture that Kristján created before Covid-19. We encourage our members, as well as others, to stay tuned and show up when the time comes!
 
Onwards and upwards!
 
The Icelandic Blockchain Foundation,
Reykjavík, 12 April 2021

 
 
Copyright © 2021 Rafmyntaráð Íslands, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.