Copy

Bitcoin helmingunin fer fram í kvöld

Fjórða hvert ár minnkar ný útgáfa um helming á einni nóttu í Bitcoin hagkerfinu. Síðast átti helmingunin sér stað árið 2016 og vakti þá heimsathygli. Þá fór útgáfan úr tæpum átta prósentum niður í fjögur prósent á ársgrundvelli. Ef horft er til greiningar á uppflettingum í Google Trends sést að umræðan er að margfaldast. Einnig hefur aðgengi að mörkuðum aukist til muna með skráningu sjóða og afleiðna eins og Grayscale Bitcoin Trust og Bakkt í kauphöllum vestanhafs.

Tímasetning helmingarinnar er vægast sagt áhugaverð. Á sama tíma og seðlabankar og ríki keppast við að prenta sig út úr krísunni mun Bitcoin auka taumhald eigin peningastefnu sem skilgreind var árið 2008.

Í heildina verða einungis 21 milljón eintök til af Bitcoin og í dag hafa 18,4 milljónir verið gefin út. Einungis á því eftir að gefa út 2,6 milljónir á næstu 120 árum. Ný útgáfa mun minnka úr 656.250 eintökum niður í 328.125 á ársgrundvelli. Þetta þýðir í raun að ný útgáfa, eða verðbólga (til einföldunar) fer undir tvö prósent næstu fjögur árin og verður því sambærileg bæði stærstu hagkerfum heimsins og gulli.

Ljóst er að óvissan er mikil, en jarðvegurinn fyrir Bitcoin hefur aldrei verið jafn frjór. Eftir því sem horfur hagkerfisins versna, sækja fjárfestar í meira öryggi. Í ljósi fordæmalausrar peningaprentunar og landsframleiðslu heimsins í frjálsu falli má vænta þess að verðbólguþrýstingurinn muni aukast jafnt og þétt. Ef fólk vill flýja það kerfi stendur Bitcoin sem einn af augljósu kostunum í því viðbragði. Því hefur í seinni tíð verið stillt upp sem rafrænni útgáfu af geymsluverðmætinu gulli, sem á þó eftir að sanna sig í stórri krísu.

Það sem af er ári er Bitcoin búið að hækka um 13% í Bandaríkjadölum, en 37% í krónum. Einnig lauk rafmyntin sinni sjöttu leiðréttingarlotu og fjárfestar halda því enn þétt að sér. Það er hrópandi tækifæri fyrir Bitcoin að saxa á forskot gullmarkaðarins, sem í dag er 4200% stærri.

Nú stefnir í að helmingunin eigi sér stað kl 23:09 í kvöld, en hægt er að sjá nákvæma tímasetningu á BitcoinBlockHalf.
 

Hlaðvarpsþáttur um helmingunina

Helmingunin er stórmerkilegt fyrirbæri sem er erfitt að gera skil nema í lengra máli. Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs ræddi því um atburðinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Rafmyntaráðs sem kom út í morgun. Í seinni hluta þáttarins kemur Patrekur Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaup.is, og ræðir um opnun síðunnar ásamt horfum á markaðnum.
 

Myntkaup.is - Nýr íslenskur markaður með Bitcoin opnar

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti annað leyfi fyrir opnun skiptimarkaðar með rafmyntir á Íslandi.  Myntkaup.is opnaði því í dag og Rafmyntaráð fagnar því að aðgengi Íslendinga sé jafnt og þétt að aukast að rafmyntum.


Til hamingju með daginn!
-Rafmyntaráð

Copyright © 2020 Rafmyntaráð Íslands, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.
Copyright © 2020 Rafmyntaráð Íslands, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.