Copy

Sókn rafmynta og framtíðarhorfur - Bálkakeðjur á miðvikudögum

Rafmyntaráð í samstarfi við Háskóla Íslands kynnir fyrirlestraröðina „Bálkakeðjur á miðvikudögum“. Fyrirlestraröðin mun kafa ofan í alla anga rafmynta, frá undirliggjandi tækni til nýtingar og fjárfestinga. Um er að ræða vikulega fyrirlestra sem haldnir verða á miðvikudögum kl 15:00. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Háskóla Íslands en þeim verður einnig streymt.

Til að byrja með verður einungis hægt að sækja viðburðina gegnum streymi vegna sóttvarna, en við vonum að með tímanum sé hægt að opna á mætingu í persónu.

Hægt er að lesa meira á viðburðavef Háskóla Íslands.

Fyrstur til leiks er Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Hann mun fjalla um sókn rafmynta og framtíðarhorfur í geiranum. Hér er hlekkur á streymi viðburðarins.

Copyright © 2020 Rafmyntaráð Íslands, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.