Copy
Fréttabréf heimspekikennara er sent til þeirra sem hafa áhuga á að fá ábendingar og leiðbeiningar um sögur, leiki og verkefni sem stuðla að skemmtilegum og gagnrýnum samræðum í nemendahópnum.
FRÉTTABRÉF HEIMSPEKIKENNARA
Nr. 1
  APRÍL 2012

Í þessu fréttabréfi:
Þakkir til Jason Buckley
---
Tengslanet heimspekikennara
---
Verkefnið: Heimspekileikir

Verkefnið í hnotskurn:
Heiti: Heimspekileikir
Aldur nemenda: allur
Viðfangsefni: samræðuþjálfun
Markmið: að kafa á dýptina
Tími/umfang: misjafn
Efni og áhöld: misjafnt

Ritstjóri fréttabréfsins:
Brynhildur Sigurðardóttir

Þakkir:
Jason Buckley, Bretlandi

Fréttabréf heimspekikennara
hefur göngu sína


Þakkir

Á undanförnum misserum hafa íslenskir heimspekikennarar kynnst heimasíðu og áskriftarþjónustu breska heimspekikennararns Jason Buckley. Hann kennir börnum og kennurum heimspeki í samræðufélagi í anda Matthew Lipman. En því til viðbótar sýnir hann mikla hugdirfsku og fræðilegt örlæti með því að deila hugmyndum sínum og verkefnum á heimasíðu sinni og í fréttabréfi sem hann sendir út í tölvupósti til áskrifenda. Við mælum með þjónustu Jason Buckley og höfum fengið leyfi hjá honum til að þýða efni og deila því áfram meðal íslenskra heimspekikennara. Auk þýðinga á verkefnum hans verða í þessu fréttabréfi félags heimspekikennara kynnt verkefni og hugmyndir sem verða til meðal íslenskra kennara. Við þökkum The Philosophy Man fyrir hvatningu, góða fyrirmynd og frábært efni.

Verði ykkur að góðu!

Að komast í samband

Heimspekikennarar eru ekki á hverju strái. Félag heimspekikennara vinnur markvisst að því að byggja upp tengslanet heimspekikennara og helstu þræðir í því neti eru:
Heimspekitorg.is - upplýsingavefur Félags heimspekikennara
Gagnrýnin hugsun og siðfræði - gagnagrunnur Heimspekistofnunar Háskóla Íslands

Auk þess mælum við með tveimur vefsvæðum á ensku:
p4c.com - ástralskur gagnagrunnur heimspekikennara, áskrift og aðgangur gegn vægu gjaldi
The Philosophy Man - breskur vefur sem býður ókeypis tölvupóst fréttabréf fyrir heimspekikennara
 

Heimspekileikir

Leikir eru skemmtilegir og því eru þeir góðir til að kenna og þjálfa allt mögulegt, líka heimspekilega samræðu. Jason Buckley hefur sett saman stutta og laggóða lýsingu á því hvaða færni hægt sé að þjálfa í heimspekileikjum og að sjálfsögðu gefur hann uppskriftir að leikjunum líka.
Copyright © 2012 Félag heimspekikennara, All rights reserved.
Email Marketing Powered by Mailchimp