Copy

Hér kemur

V I K U P Ó S T U R I N N

HELSTU FRÉTTIR Í FVA

Samstarfsnefnd FVA
kemur saman

Fundur var haldinn í samstarfsnefnd FVA miðvikudaginn 8. janúar. Framvegis verða samstarfsnefndarfundir á mánudögum kl. 11-12. Í henni eru Steinunn Inga, Guðrún Lind og Sigríður Hrefna fyrir hönd stjórnenda og Aldís Ýr, Kristbjörn og Ólafur fyrir hönd kennara.

Stjórnendur skólans hafa verið boðaðir á fund í ráðuneytinu á morgun, föstudag, til að ræða fjárhag og málefni skólans. Á mánudaginn verður vonandi hægt að hefjast handa við að hressa upp á launakjörin.

Gömul lokapróf

Pappírshaugar eru hvimleiðir, þeir hafa tilhneigingu til að vaxa og safna ryki.

Framundan er átak í grisjun og pökkun skjala á bókasafni FVA. Samhliða verður grynnkað á lokaprófum sem geymd eru í INNU og prófum eldri en frá árinu 2018 verður eytt.

Áfram er þó hægt að nálgast eldri próf  hjá Jófríði á skrifstofunni.

 

Gettu betur og samkvæmislífið framundan

https://www.facebook.com/nffa.isFVA sigraði FÍV með 24 stigum gegn 10 í Gettu betur í gærkvöldi og mætir svo BHS þann 16. janúar. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2.

Liðið okkar er skipað þeim Karli Ívari Alfreðssyni, Amalíu Sif Jessen og Guðmundi Þór Hannessyni.
 
Hér eru dagsetningar á nokkrum viðburðum á vegum NFFA á vorönn (ekki tæmandi listi):

  • Nýársball – 16.janúar
  • Söngkeppni framhaldsskólanna – febrúar
  • Árshátíð – 5.mars (sami dagur og miðannarmat FVA)
  • Frumsýning á Dýrununm í Hálsaskógi – byrjun mars ca.
  • Lokaball – 30.apríl

 

Töflubreytingar og vinnumat

Jónína hefur staðið í ströngu undanfarið við að smíða stundatöflur, laga í hópum og breyta áföngum skv. óskum nemenda eins og hægt er. Verið er að vinna að stundatöflum fyrir dreifnámið.

Þorbjörg mun á næstu dögum yfirfara vinnumatið okkar. Skv. kjarasamningi skal vinnumatið miða við nemendafjölda eftir þrjár vikur frá  upphafi kennslu, þ.e. 28. janúar.

Fræðsla, fundir


Miðvikudaginn 15. janúar kl 15 bjóða Þorbjörg og Jónína upp á aðstoð við að setja inn kennsluáætlanir og einkunnareglur í INNU sem er mikilvægt að sé rétt gert. Nánar auglýst síðar. Skráning er nauðsynleg, frjáls mæting!
 
Fyrsti deildarstjórafundur annarinnar er 17. janúar kl. 14, dagskrá í smíðum.

Vikupóstinn langar til að heita eitthvað annað!

https://buffer.com/resources/wp-content/uploads/2013/09/brain-power1-1024x906.jpgErtu með tillögu að smellnu nafni á fréttabréfið?

Vinningstillagan mun hljóta viðurkenningu, auk heiðurs og sóma.  

Sendu tillögu til skólameistara fyrir 15. janúar!

https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
Website

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp