Copy

Hér kemur samkomubanns-

 

S K R U D D A N


Helstu tíðindi úr FVA 14. apríl 2020

Hvað gerist eftir 4. maí?

Nú er ljóst að gildandi samkomubanni verður aflétt í nokkrum skrefum eftir 4. maí. Þá mega 50 manns koma saman í stað 20 eins og nú er. Það leysir þó ekki okkar vanda því áfram er erfitt um vik að koma nemendum fyrir í kennslustofum, mötuneyti, heimavist og á göngum skólans með fyrirskipuðum sóttvörnum og 2 m fjarlægðarmörkum. Það er því ekki líklegt að skólinn opni á ný fyrir alla nemendur því flensuveiran er enn í virkni.

Á föstudag hittast deildarstjórar og stjórnendur og leggja línur fyrir skipulag náms og kennslu eftir 4. maí. Á föstudaginn verður send út tilkynning  til allra nemenda um hvernig fyrirkomulagið verður og hvernig önninni lýkur. Tilkynningin verður líka birt á heimasíðu skólans. 

Útskriftarnemar sem sinna sínu námi þurfa ekkert að óttast. Brautskráning verður 29. maí hvað sem tautar og raular. 

Stjórnendafundir í FVA

Eru haldnir alla þriðjudagsmorgna kl 9. Þar er farið yfir helstu mál varðandi daglegan rekstur, fjármál, faglega forystu o.fl. Síðan samkomubannið skall á hafa fundirnir verið haldnir á Teams. Það hefur gengið stórvel.Endilega fylgist með Covid-dagbókin okkar á heimasíðu skólans, hún er uppfærð á hverjum degi. Hún verður áreiðanlega mikilsverð heimild fyrir fræðimenn framtíðar til að læra af um viðbrögð við heimsfaraldri.

„Stutt í helgarfríið“

Skruddan fór á stúfana og hitti formann nemendafélags FVA og átti við hann stutt spjall.
 
Hvernig er rútínan þín í samkomubanninu?
Hún er nokkuð lík rútínunni minni fyrir samkomubann, þ.e. ég vakna á svipuðum tíma og mæti í skólann, nema það að ég er minna í því að hitta fólk eftir skóla. Við nemendurnir nýtum app sem heitir Houseparty til að hittast utan skóla og spjalla og fara í leiki, sem er alveg að bjarga þessu.
Hvað er best og verst við samkomubannið?
Það versta er augljóslega skortur á mannlegum samskiptum en það sem mér finnst best er líklega að sjá allan heiminn standa saman í þessu, það virðast allir vera að gera sitt í þessu og það er mjög gaman að sjá.
Hvað er nemendafélagið að bralla þessa dagana?
Við erum aðallega að reyna að laga hefðbundna dagskrá hjá okkur að samkomubanninu. Við vorum til dæmis með kahoot á netinu og daginn og stefnum á að gera það aftur, síðan eru margar hugmyndir um það hvernig hægt sé að útfæra lokaballið og svo eru kosningar hjá okkur núna á fimmtudag, þannig að það er nóg að gera.
Veistu hvernig hljóðið er í nemendum svona almennt?
Það sem ég hef heyrt flesta segja er að það hafi verið mjög erfitt að komast af stað en þetta virðist vera að ganga. Það jafnast samt ekkert á við að mæta í kennslustund og við hlökkum mikið til þess.
Verður þú var við streitu og kvíða hjá nemendum?
Já, maður verður alltaf var við það en aldrei eins mikið og nú. Þetta eru aðstæður sem enginn kannast við og það getur verið erfitt að aðlagast.
Nú verður væntanlega erfitt að rífa sig upp eftir páskafríið, lumar þú á góðum ráðum og hvatningu?
Þetta er bara þriggja daga vika og stutt í helgarfríið!
Hvaða þætti og myndir hefur þú séð nýlega sem þú getur mælt  með?
Ég mæli mjög með myndinni Baby Driver eftir Edgar Wright og síðan hef ég verið mikið að horfa á þættina Trailer Park Boys.

Kennarar óskast


Í samræmi við kennslumagn eins og það lítur út núna, verða auglýstar eftirtaldar kennarastöður við FVA núna í apríl:

Í stærðfræði, íslensku, dönsku, sálfræði, rafvirkjun og á starfsbraut.

Auglýsingar munu birtast á Starfatorgi fljótlega. Umsóknarfrestur er til 8. maí.

Mikilvægir fundir

Föstudaginn 17. apríl er deildarstjórafundur boðaður í Teams. Fundarefni er skipulag náms og kennslu eftir 4. maí, námsmat og innritun. Föstudaginn 24. apríl er fundur í deildum. 

Samkomubannið tekur á bæði nemendur og kennara en til eru öruggar leiðir til að njóta félagsskapar. Síðasta kennsludag fyrir páska var haldin harðsnúin kahoot-spurningakeppni í Teams þar sem starfsfólk FVA spreytti sig og fagnaði rafrænni samveru sem svo sannarlega var betri en engin.

Frá NFFA


Nú er komið að kosningum NFFA þar sem forsetar klúbba verða kosnir, forseti NFFA og einnig meðstjórn. Eins og er stendur framboð allra forseta klúbba og forseta NFFA yfir á instagraminu, nffagram. Þar getur fólk sent skilaboð og boðið sig fram.

Bjóðum okkur fram og kjósum, lýðræðið er mikilvægt!


 
https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland