Copy

Hér kemur síkáta

 

S K R U D D A N


Helstu tíðindi úr FVA 19. maí 2020

Brautskráning 29. maí

Undirbúningur stendur sem hæst fyrir brautskráninguna, föstudaginn 29. maí. Á dagskrá er m.a. ávarp skólameistara og útskriftarnema, erindi frá útskrifuðum nemanda, viðurkenningar eru veittar og tónlist ómar.

Eins og tilmæli stjórnvalda eru um þessar mundir geta hvorki kennarar né annað starfsfólk verið við athöfnina að þessu sinni þar sem hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður líklegast 200. Útskriftarnemar eru 64 og hver má taka með sér tvo gesti, ef allir taka með sér tvo er aðeins rúm fyrir 8 manns í viðbót.

Það er afar mikilvægt að tilkynna á skrifstofu um mætingu og gestafjölda (skrifstofa@fva.is, s. 433 2500). Engir boðsgestir utan úr bæ verða í þessari athöfn vegna smitvarna og fjöldatakmarkana.

Ekki verður heldur boðið upp á kaffi að athöfn lokinni vegna tilmæla um sóttvarnir. Við fylgjumst vel með nýjustu fréttum um fjöldatakmarkanir og getum strax brugðist við ef staðan breytist.  Til að allir fái samt að vera með verður athöfninni streymt sem viðburði á Teams. Útskriftarnemar fá slóð senda í tölvupósti og geta framsent til vina og ættingja sem þurfa þá að hlaða niður Teams appinu. Hvernig sem allt veltist verður þetta óvenjuleg brautskráning!

Framkvæmdir í B álmu

Iðnaðarmenn hamast við að múra þessa dagana í B álmunni. Myndirnar tala sínu máli. 

Góð gjöf frá Eðnu

Fulltrúar frá Lionsklúbbnum Eðnu á Akranesi (st. 1981) komu færandi hendi á dögunum með fjórar ipad-tölvur handa nemendum á starfsbraut FVA. Þær munu svo sannarlega koma að góðum notum, t.d. í ljósmyndaáfanganum sem verður hjá þeim í haust.

Í Lionsklúbbnum eru um 40 konur á aldrinum 40-90 ára sem vilja láta gott af sér leiða og styrkja skólastarf á svæðinu. Hressar konur eru hvattar til að ganga í klúbbinn. María Kristín Óskarsdóttir, kennari í FVA, er formaður.

Á myndinni eru f.v. María Kristín og Arndís Halla Guðmundsdóttir, deildarstjóri á starfsbraut. 

Fundur í skólanefnd

Mánudaginn 25. maí kl 16 verður fundur í skólanefnd FVA. Þetta er fyrsti fundur nýs skólameistara með skólanefndinni. Á dagskrá er ársreikningur 2019, gjaldskrá, heimavistarreglur og önnur mál. Fundurinn verður haldinn í FVA, með fyrirmyndarfjarlægð milli fundargesta.

Tæplega 50 umsóknirAlls bárust tæplega 50 umsóknir um sjö kennarastöður í FVA. Umsækjendur hafa þegar fengið staðfestingu á að umsókn hafi borist og sé til meðferðar hjá skólameistara. Reiknað er með að ráðningarferlið taki næstu tvær til þrjár vikur. Öllum umsækjendum verður svarað.

FundirHelstu verkefni næstu daga er að finna á verkefnalistanum okkar góða, Annarlok í FVA, sem barst til allra í tölvupósti fyrir helgi!

Minnt er á deildarstjórafund á morgun, 20 maí. Deildarstjórar boða síðan til deildarfundar í framhaldi eftir hentugleikum áður en önninni lýkur. 

Minnt er á tiltekt í kennslustofum, á vinnuborðum og í vinnuherbergjum. Kærkomið tækifæri til að losa sig við gamalt dót og opna á nýja strauma.

Minnt er á kennarafund 26. maí! Þar ætlum við að heilsast og kveðjast skv. 2 m reglunni og spritta okkur vel áður en við höldum út í sumarið.

Síðasta útkall!

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra í sögu, samfélagsgreinum og lífsleikni frá 1. ágúst 2020 - 31. júlí 2022.

Laust er til umsóknar starf áfangastjóra FVA frá 1. ágúst 2020-31. júlí 2024. 

Starfslýsingu og launakjör fyrir þessi störf er að finna í stofnanasamningi FVA

Umsóknir berist skólameistara í tölvupósti. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí.


https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland