FVA gengur til góðs

Frá 15. janúar til 15. febrúar ætlum við í FVA að ganga til góðs og við setjum markið hátt. Markmið okkar er að ganga, hlaupa, hjóla og synda heila 4000 km, sem jafngildir vegalengdinni frá Akranesi til Tenerife. Þegar verkefninu lýkur kolefnisjöfnum við „flugferðir“ allra nemenda og starfsmanna FVA til Tenerife. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi: hreyfum okkur og höfum góð áhrif á umhverfið.
Tene-verkefnið fer vel af stað og þátttakendum fjölgar jafnt og þétt. Núna eru 87 þátttakendur búnir að skrá sig inn á Strava, í gærmorgun voru þeir 60. Fyrstu 4 dagana hafa safnast 397 km, sem er ansi gott en betur má ef duga skal! Við þurfum að ná að meðaltali 130-140 km á dag (tæplega 1000 km á viku) til að við náum 4000 km markmiðinu fyrir 15. febrúar. Við viljum fá sem flesta með en nemendur og starfsfólk skólans eru um 600. Ert ÞÚ búin/n að skrá þig?
Allir í FVA geta tekið þátt með því að fara út að hreyfa sig – því oftar og meira, þeim mun betra – en hver km skiptir miklu máli! Öll hreyfing utandyra telur, t.d. ganga (t.d. í skólann, hlaup, sund og hjólreiðar). Búið er að stofna lið fyrir starfsfólk og nemendur í appinu Strava og með því að skrá hreyfinguna þar getum við haldið utan um vegalengdina. Hvert einasta skref telur!
Leiðbeiningar um strava-appið eru á vef skólans.
Fjöldi verðlauna meðan á verkefninu stendur!
ALLIR MEÐ – saman getum við gert þetta með glæsibrag.
Kveðja frá Heilsueflingarteyminu hressa
|