Copy

 

S K R U D D A N


6. apríl 2021

Næsta lota í kófinu

Kæru kennarar og nemendur

Takk öll fyrir yfirvegun og dug þegar skólanum var skyndilega lokað þann 25. mars sl. Ekki var fum eða fát að sjá á nokkrum manni, enda tók væntanlega 10 sinnum skemmri tíma að setja sig inn í og skipuleggja fjarkennslu núna en fyrir ári síðan þegar við vorum í þessum sömu sporum. Þetta er farið að minna örlítið á hina þekktu kvikmynd frá tíunda áratugnum, Dag múrmeldýrsins... 

En áfram skal haldið. Á morgun, 7. apríl, hefst kennsla skv. stundaskrá. Núgildandi reglur halda til 15. apríl, þá verður stefnan endurmetin af sóttvarnaryfirvöldum. Þangað til erum við með 30 manna hámark í hverju sóttvarnarhólfi, ss í mötuneyti og á kaffistofu. Nú eru kennarar beðnir um að neyta hádegisverðar á kaffistofu en ekki niðri í mötuneyti. Einnig eru kennarar og nemendur beðnir um að sjá til þess að snertifletir í kennslustofum séu sótthreinsaðir, okkur öllum til heilsubótar. Áfram er grímuskylda en nú á hún við 2m en ekki 1 eins og var.
 

Til áréttingar:

Hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými: 30
Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga: 2 metrar
Grímunotkun: Þar sem 2 metra bil er ekki mögulegt
Tilfærsla starfsfólks og nemenda milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum og sótthreinsað á milli hópa
Sameiginleg rými (inngangur, anddyri, snyrting og gangar):  Heimilt að víkja frá fjöldatakmörkunum ef andlitsgrímur eru notaðar
Íþróttakennsla: Heimil með sömu takmörkunum og önnur kennsla
(covid.is)

Við getum þetta saman!

Kennarafundur 9. aprílVerður haldinn á Teams, föstudaginn 9. apríl
kl 14.05-15.05

Dagskrá
Próftafla vorannar
Mannauðsstefna FVA
Spannir, pæling
Drög að skóladagatali
Önnur mál

Grænt bókhald í FVA

Í lok síðustu viku skilaði FVA í fyrsta skipti inn Grænu bókhaldi, en þar eru teknar saman upplýsingar um hvernig innkaupum á margvíslegri rekstrarvöru og þjónustu er háttað, aðalega í formi tölulega upplýsinga.

Tölurnar sem unnið var með voru fyrir árið 2020 og tekur það til þeirra þátta sem hafa hvað mest umhverfisáhrif í daglegum rekstri eins og efnanotkun, úrgangur, orkunotkun og pappírsnotkun. Einnig eru sett viðmið fyrir notkun á umræddum efnum fyrir árið 2021.  Í kjölfarið verður svo farið yfir innkaupaferli stofnunarinnar og fundnar leiðir til að taka meira tillit til umhverfissjónarmiða í innkaupaferlum.

Verkefnið er liður í umhverfisvænni rekstri og innleiðingu Grænna skrefa í FVA.

Heim frá Tene!

Eru ekki allir klárir í að halda HEIM FRÁ TENE? Kærkomið að koma sér almennilega af stað eftir páska nú þegar vorið kallar á þig?

Heilsueflingarteymið setur markið hátt og stefnir á að byrja 12. apríl (mánudag eftir páskafrí) á nýju hreyfiverkefni sem stendur til 12. maí. Verkefnið er með sama sniði og síðast, þ.e. í gegnum Strava, 4000 km, eins og við fórum svo létt með síðast.

Kennarar, viljiði endilega láta nemendur ykkar vita af þessu og best væri að flétta þetta saman við kennsluna þar sem það er mögulegt!
 

Næsti miðvikudagsfundur

Er 14. apríl. Þá ætlar Sigurjón hjá Tölvuþjónustunni að vera með sitthvað spennandi fyrir okkur um Teams o.fl.

Umræður og fyrirspurnir.

Fundurinn verður boðaður á Teams.

 

Minnt er á lausar stöður deildarstjóra

Staða deildarstjóra í eftirtöldum greinum er laus til umsóknar hjá FVA. Ráðið er frá 1. ágúst nk til tveggja ára. Umsókn þar sem kynntar eru áherslur og framtíðarsýn fyrir deildina skal senda skólameistara í tölvupósti, fyrir 31. maí. Starfslýsing og laun skv. stofnanasamningi FVA.

Erlend tungumál, Ísan
Húsasmíði
Íslenska, listgreinar
Rafvirkjun
Raungreinar, heilbrigðisgreinar, íþróttir
Stærðfræði, upplýsingatækni
Vélvirkjun

Hollusta og vellíðan

Hafragrautur í fyrramálið fyrir nemendur og starfsfólk
Ó K E Y P I S !

Smurt með kaffinu

fyrir starfsmenn í löngu frímínútunum.
Kostar 200 kr, mundu að merkja við!

Núvitund
í D103 á fimmtudögum kl 12.30 
Öll velkomin

Mannauðsstefna FVATeymið sem vinnur að mannauðsstefnu FVA hefur farið vandlega yfir niðurstöður frá lýðræðishópavinnunni okkar 11. mars sl. Margar góðar hugmyndir komu fram, m.a. að koma upp sturtuaðstöðu fyrir þá sem hjóla eða sprikla í hádeginu og hvíldarherbergi auk ýmissa góðra áherslupunkta fyrir okkar stefnu til framtíðar. Stefnan verður kynnt á kennarafundi 9. apríl og síðan birt á vefnum. Niðurstöður úr hópavinnu nemenda verða kynntar á upplýsingaskjá og vef skólans.

Það má skipta um skoðun


Fimmtudaginn 15. apríl klukkan 17:00 er í boði fyrirlestur með markþjálfa, Agnesi Barkardóttur. Fyrirlesturinn er opinn öllum, bæði nemendum og kennurum, og er fyrir fólk sem langar að breyta til í lífinu og prófa nýtt. Fyrirlesturinn verður á Zoom og stendur yfir í um einn og hálfan tíma eða til 18:30.

Fjallað verður um það að skipta um skoðun, hvort sem um er að ræða einfalda hluti eða stærri ákvarðanir svo sem skipta um námsbraut eða starfsvettvang. Öll velkomin!

Skráning hér. Vakin er athygli á þessum skemmtilega vef:
 WWW.MINLEIDUPP.IS
https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2021
Ábm: SkólameistariThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland