Copy

Hér kemur

Nafnlausi
V I K U P Ó S T U R I N N 

HELSTU FRÉTTIR Í FVA

Viðræður í gangi

Fundur var haldinn í samstarfsnefnd FVA mánudaginn 13. janúar. Þar voru skoðaðar leiðir til að bæta kjör kennara að því marki sem unnt er. Ekki er hægt að upplýsa frekar um stöðu málsins að svo stöddu en fréttir eru væntanlegar á kennarafundinum, 24. jan. nk. Skólameistari verður staddur á BETT-sýningunni í London þennan dag en fundur verður haldinn engu að síður þvi ekki látum við deigan síga.
 

Þrískólafundur, 3. febrúar 


FSU

Fræðsludagur svonefndra þrískóla (FS, FSU og FVA) sem haldinn er annað hvert ár, verður að þessu sinni mánudaginn 3. febrúar 2020.
Allt starfsfólk FVA mætir og lætur að sér kveða!

DAGSKRÁ
 
Brottför frá FVA – KL. 8:00
 
Koma í FSu kl. 9:40

Kl 9. 50 Kaffi og kleina. Fundur í stofum fagdeilda/starfahópa

Kl: 10: 50 Salur (stofa 106) Fyrirlestur 1:
Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus HÍ: Niðurstöður rannsókna í framhaldsskólum
 
Kl. 11:30 Salur (stofa 106) Fyrirlestur 2:
Anna Steinsen, Kvan: Samskipti og þrautseigja
 
Kl. 12:20 – 13:00 Hádegismatur 
 
Kl. 13:00 – 14:30 Fundur í stofum fagdeilda/starfahópa. Unnið með efni fyrirlestra og umræður um niðurstöður þeirra
 
Heimför frá FSu kl. 14:45
 

Hver er í stuði?

Tveir til þrír öflugir kennarar 
óskast til að starfa við undirbúning og framkvæmd Opinna daga í FVA, sem haldnir verða 18. - 19. febrúar nk. Þetta er fjörugt og skemmtilegt verkefn sem unnið er í samstarfi við nemendafélagið og eflir og styrkir skólann okkar á allan hátt. 

Áhugasamir snúi sér tíl skólameistara/aðstoðarskólameistara. 

Greitt er skv. stofnanasamningi FVA: 
5.16. „Ef kennarar taka þátt í undirbúningi opinna daga skal við það miðað að vinna þeirra sé samtals 90 klukkustundir (t.d. 30 klukkustundir á mann ef þrír vinna verkið).“

KOSS - Viðburðir á vorönn

Stjórn KOSS hefur neglt niður nokkrar mikilvægar dagsetningar sem vert er að merkja við í dagbókinni:

  • Þriðjudagur 21. janúar kl. 20:00 - Fyrsti fundur Prjónaklúbbsins
  • Miðvikudagur 29. janúar kl. 20:00 – Félagsvist á kaffistofunni.
  • Föstudagur 14. febrúar kl. 20:00 – Pub-quiz Valentínusar (staðsetning auglýst síðar). 
  • Föstudagur 13. mars – Árshátíð KOSS og FVA fer fram á Gamla Kaupfélaginu, Akranesi. Dagskrá og skráningarblað verður hengt upp í lok febrúar. Óskað er eftir skemmtiatriði frá hverri deild þannig að endilega leggið höfuð í bleyti, nú er tækifærið til að láta ljós sitt skína!
  • Miðvikudagur 29. apríl kl. 20:00 – Félagsvist á kaffistofunni.
  • Miðvikudagar kl. 16:15 (þegar veður leyfir) - Sjósund. Mæting í Guðlaugu á Langasandi.
Að vanda eru makar ávallt velkomnir í viðburði á vegum starfsmannafélagsins.

Viðtalstímar kennaraV
iðtalstímar verða settir inn í stundatöflur kennara í næstu viku en hver viðtalstími er hálftími þótt hann sé skráður sem klukkutími í stundatöflu. Það verður síðan lagað eftir útflatningu stundatöflunnar í síðustu viku janúar.

Fyrsti viðtalstíminn er í fjórðu kennsluviku. 
 

Tölvuþjónusta Sigurjóns


Sigurjón verður hér í FVA kennurum til ráðgjafar og aðstoðar á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 8.30-12.

Nýtum okkur endilega þjónustuna á þessum tíma.

 

Kennsla fellur niður

https://www.facebook.com/nffa.isKennsla fellur niður frá kl 11.35-12.30 fimmtudaginn 16. janúar vegna lagabreytingafundar NFFA. 

Um kvöldið fá nemendur sér snúning í Gamla Kaupfélaginu og fagna nýju  ári. 
 

 

Skrá í INNU

Vinsamlegast skráið viðveru nemenda jafnóðum í INNU.
Allar námsbækur eiga að vera skráðar í INNU!
 
Ef nemandi hefur ekkert sést það sem af er þarf að láta áfangastjóra vita strax.
 
Töflubreytingum er lokið að þessu sinni. Nú er verið að vinna með umsóknir um undanfarabrot, árekstra og frjálsa mætingu. Áfangastjóri mun taka þær umsóknir saman og vera í sambandi við deildarstjóra um þau mál.
 

Verkefnastjóri óskast!

Nú bráðvantar verkefnastjóra til að leiða heilsueflingarteymið í stað Helenu Ólafsdóttur sem leiddi starfið með sóma á síðastliðnu hausti.

Fyrir verkefnið er greitt sem nemur 18 tímum á önn. 

Hlutverk teymisins er að móta og fylgja úr hlaði verkefnum sem styðja við markmið skólans um að stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði nemenda og starfsfólks.

Hver og hver og vill?
Áhugasamir hafi samband við Steinunni skólameistara sem fyrst.

Fræðsla, fundir


Minnt er á að miðvikudaginn 15. janúar kl 15 bjóða Þorbjörg og Jónína upp á aðstoð við að setja inn kennsluáætlanir og einkunnareglur í INNU. Nýtið ykkur þetta frábæra tækifæri!
 
Fyrsti deildarstjórafundur annarinnar er 17. janúar kl. 14, dagskrá er sem hér segir

  1. Starfsdagar 

  1. Miðvikudagsfundir 

  1. Kennslukönnun V20 

  1. Önnur mál 


Miðvikudaginn 29. janúar kl 15 mun Sigríður Hrefna fjalla um sjálfsmat og koma á fót starfshópi. Allir velkomnir.

Miðvikudaginn 5. febrúar hafa deildarstjórar svigrúm til fundahalds.

Verknám og vinnuvernd 

 
Steinunni skólameistara bauðst að taka þátt í verkefni um eflingu verknáms í samvinnu við ráðuneytið. FVA hefur ekki verið með í verkefninu hingað til.
 
Upplýsingafundur fyrir skólameistara þátttökuskóla verður haldinn á fimmtudag, það er fjarfundur sem skólameistari tekur á skrifstofunni. Í stýrihópi um verkefnið eru Hermann Hermannsson sem er verkefnisstjóri, Eyjólfur Guðmundsson hjá FAS, Ingileif Oddsdóttir hjá FNV og Halldór Hauksson, Tækniskólanum.

Í vikunni 20. – 24. janúar munu starfsmenntskólar landsins halda vinnuverndarviku.  Tilgangur með vikunni er að vekja sérstaka athygli á vinnuverndar/öryggismálum sem eru jú órjúfanlegur hluti daglegu starfi. Í vikunni koma fyrirlesarar inn í framhaldsskólana og fjalla um öryggismál og vinnuvernd. Flutt verða erindi frá öryggis- og framkvæmdastjóra hjá orku- og veitufyrirtæki, sjúkarliða, iðjuþjálfa, sérfræðingi í neyðarstjórnun, fallvörnum o.fl. Hugmyndin er að streyma sem flestum fyrirlestrum og taka upp ef leyfilegt er svo nemendur í öðrum skólum á landinu geti einnig fylgst með og numið. FVA tekur þátt í verkefninu, nánar um það í næsta fréttabréfi!

https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland