Copy

Hér kemur sumsé 

 

S K R U D D A N


Helstu tíðindi úr FVA 18.02.2020

OPNIR DAGAR í FVA

Standa nú yfir með miklu fjöri. Kennarar skólans hafa lagt mest á sig við að gera viðburðina sem best úr garði og eiga heiður skilinn. Nemendur lögðu líka sitt af mörkum. Bestu þakkir allir sem lögðu hönd á plóg.
Ágætu nemendur, þetta er allt fyrir  ykkur gert og skemmtið ykkur sem allra best! 

Aldrei of varlega farið


Vinsamlegast notaðu alltaf örugga nettengingu þegar Inna er opnuð. Ekki net á kaffihúsi, flugvelli eða hóteli.
Bara 3G eða VPN.

Mundu að skrá viðveru nemenda í INNU jafnóðum. 

Uppfærðu vírusvarnir tölvunnar þinnar reglulega!
 

Fækkum smitleiðum

Handhreinsun og hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum.

Kórónasýklar Novel (2019-nCoV) haga sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar.

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Sýklarnir geta einnig valdið alvarlegum veikindum í öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4-8 degi veikinda. Notum sprittið og hóstum í olnbogabót!

Ef einstaklingur finnur fyrir veikindum er bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) til að fá nánari upplýsingar og hvernig eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.


Nánar á vef embættis landlæknis

Piltur og stúlka
Stefnt er á að verknámsblaðið 2020, kynningarrit um verknám á Íslandi, komi út 9. mars.

Óskað var eftir efni í blaðið fyrir nokkru en lagt upp með að það tengdist nemendum í námi eða útskrifuðum.

Í blaðinu að þessu sinni eru tvær greinar frá FVA, þ.e. viðtal við rafvirkjanema sem einnig er á afrekssviði (piltur) og viðtal við útskrifaðan vélvirkja sem er í viðbótarnámi til stúdentsprófs (stúlka). 

 

Fræðsla, mikilvægir fundir

 

Kennarafundur verður föstudaginn 21. febrúar í salnum, deildarstjórafundur færist til 28. febrúar (ekki mars eins og misritaðist í síðustu Skruddu) og deildafundur færist til miðvikudagsins 4. mars.

Á miðvikudagsfundi 26. febrúar kl 15 verður TEAMS-kennsla. Tækifæri til að kynnast möguleikum og leyndardómum TEAMS - sem engin/n má missa af!

DAGSKRÁ KENNARAFUNDAR 21. FEBRÚAR

  1. Miðannarmat, 5. mars
  2. Kennsluáætlanir í INNU
  3. Námsmatsdagar í maí
  4. Opnir dagar, 18.-19. febrúar
  5. Opið hús, 10 mars
  6. Tiltekt 
  7. Önnur mál

Jafnréttisáætlun samþykkt

Jafnréttisstofa hefur samþykkt endurskoðaða og uppfærða jafnréttisáætlun FVA sem gildir til 2023.

Bravó fyrir öllum sem komu að vinnunni! 

Kynntu þér hana endilega hér, það skiptir máli: Við höldum frekar vöku okkar í jafnréttismálum á vinnustaðnum og í skólastarfinu ef við erum þokkalega vel upplýst!

Með markmiðum og aðgerðum til að ná þeim reynum við markvisst að ryðja úr vegi hindrunum sem tefja okkur á leið til fulls jafnréttis þar sem allir fá notið sín!  
 

Lífshlaupið

Sá starfsmaður FVA sem hefur spriklað mest kl 16:00 á þriðjudegi
er með yfir 1300 mínútur!

 
Sófadýrið

En þú?

https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland