Copy

Hér kemur bjartsýna

 

S K R U D D A N


Helstu tíðindi úr FVA 5. maí 2020

Við fengum bréf!Þetta fallega bréf frá ráðherra barst í morgun. Við þökkum fyrir hlý orð í okkar garð og metum þau mikils.
Skóladagarnir eru ekki hefðbundnir ennþá í framhaldsskólanum en við höldum okkar rafræna striki og gerum alltaf okkar allra besta til að nemendum okkar farnist eins vel og unnt er.
Við horfum stolt um öxl og bjartsýn til framtíðar!

Lausar stöður í FVA

Laust er til umsóknar starf deildarstjóra í sögu, samfélagsgreinum og lífsleikni frá 1. ágúst 2020 - 31. júlí 2022.

Einng er laust til umsóknar starf áfangastjóra FVA frá 1. ágúst 2020-31. júlí 2024. 

Starfslýsingu og launakjör fyrir þessi störf er að finna í stofnanasamningi FVA.

Umsóknir berist skólameistara í tölvupósti. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí.

Fáar umsóknir bárust um áður auglýstar lausar kennarastöður við skólann og hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til 14. maí. Fresturinn veitir vonandi fleirum tækifæri til að bætast í fríðan hóp umsækjenda.

Sjá á Starfatorgi.

Próf hefjast

https://onlycommoncents.com/wp-content/uploads/2020/03/online-test-grader.jpgPróf í FVA hefjast 6. maí og standa til 19. maí. Staðan eru óvenjuleg að þessu sinni að því leyti að öll bókleg próf eru rafræn og verða tekin heima skv. nánari fyrirmælum frá kennara (sjá próftöflu á vef FVA og próftöflu hvers nemenda í INNU).

Í því felast tækifæri eins og oft vill verða við nýjar aðstæður. Heimapróf eiga að vera öðruvísi en hefðbundin skrifleg próf og reyna á aðra þætti en þá sem hægt er að muna utanbókar eða fletta upp á netinu. Frábæra punkta frá fyrirlestri Amalíu Björnsdóttur um rafræn próf er að finna á K-drifinu okkar í Teams.

Almennar prófareglur eru í gildi eftir þótt aðstæður séu óvenjulegar. Það er skýlaust brot á prófareglum FVA að hjálpa nemanda að leysa próf og að þiggja aðstoð utanaðkomandi meðan á prófi stendur. Harðbannað er að skila prófi sem annar hefur leyst eða utanaðkomandi aðstoðað við að leysa. Brot á prófareglum getur varðað ógildingu prófs eða brottrekstur úr skóla.

Óskað hefur verið eftir því við foreldra og forráðamenn að huga sérstaklega vel að nemendum í þessu samhengi þar sem óvenjulegar aðstæður í samfélaginu kalla á aðra framkvæmd og nýjar lausnir í skólastarfinu.

Við treystum því að nemendur leggi sig fram og leysi sín prófverkefni einir og sjálfir þótt kennari standi ekki yfir þeim og að foreldrar sýni sérstaka ábyrgð við að skapa nemendum eins góðar prófaðstæður og völ er á.

Brautskráning í vinnslu

Enn er óljóst hvernig og hvenær brautskráning FVA fer fram á þessu vori.  Fjöldatakmarkanir vegna smithættu setja strik í reikninginn og verið er að kanna allar leiðir við útfærsluna svo sem flestir geti notið hátíðarinnar.

Í lauslegri könnun sem gerð var á dögunum meðal útskriftarnema kom fram skýr vilji  meðal þeirra sem tóku þátt til að færa athöfnina frá áður ákveðinni dagsetningu 29. maí til föstudagsins 5. júní. Síðan kom í ljós að þetta er helgin sem sveinspróf í húsasmíði verða líklega haldin en nokkrir útskriftarnemendur munu þreyta þau svo vonin um að þetta gæti gengið dofnaði fljótt. Búið er að hafa samband við sveinsprófsnefnd vegna þessa og í vikunni skýrist hvort dagsetning sveinsprófanna er færanleg eður ei. Þangað til stendur dagsetning skv. skóladagatali FVA þann 29. maí nk nema annað verði tilkynnt.

Ljóst er að óvissan er erfið og útskriftarnemar uggandi um sinn hag. Margir eru væntanlega daprir yfir því að geta ekki komið aftur í skólann sinn, fá ekki framar að setjast inn í skólastofu í FVA eða hitta kennarana sína og samnemendur. En svona eru aðstæður núna og fátt annað í boði sem sætta sig við orðinn hlut og reyna að gera það besta í stöðunni.

Hvernig sem allt veltist verður brautskráning frá FVA nú á vordögum að líkindum með óvenjulegum hætti og væntanlega lengi í minnum höfð.

Staðan eftir 4. maí

https://blogs.nottingham.ac.uk/makingsciencepublic/files/2020/03/monalisa-4893660_1920.jpgEins og greint var frá í síðustu Skruddu halda flestir kennarar FVA áfram að kenna á netinu það sem eftir lifir annar. En það eru nokkrir nemendahópar og kennarar þeirra sem koma í skólann næstu tvær vikurnar skv. heimild frá stjórnvöldum. Farið er eftir sérstökum reglum um aðgengi, sótthreinsun og nánd. Það er notaleg tilfinning að sjá fólk á ferli á göngum skólans á ný og bjartar vonir vakna um betri tíð.

Kennarar geta komið í hús ef þörf krefur, með sérstöku leyfi frá aðstoðarskólameistara eða áfangastjóra sem þurfa að hafa yfirsýn á hver er hvar í húsnæðinu gagnvart þrifum o.fl. En kaffistofan er lokuð!

Bókasafn FVA er opið með sérstökum varúðarráðstöfunum. Hægt er að ná í starfsmann skrifstofu FVA í síma 433 2500 og skrifstofa@fva.is, mötuneytið er lokað og sömuleiðis heimavistin nema þeim nemendum sem hafa fengið heimild til að koma í skólann. Stjórnendur og lykilstarfsmenn aðrir en kennarar vinna í teymum og mæta til skiptis á skrifstofur sínar til að tryggja smitvarnir. Náms- og starfsráðgjafar vinna heima og eru aðgengilegir á skrifstofutíma. 

Staðan á útbreiðslu veirunnar og yfirvofandi smithættu er tekin á degi hverjum og ákvarðanir teknar um starfsemi skólans í samræmi við það.

Samstarf við Leirbakaríið

Veglegur leirbrennsluofn sem lengi hefur staðið  og safnað ryki í FVA er nú kominn í brúk. Gerður var samningur við Leirbakaríið á Akranesi um nýtingu ofnsins þar sem nemendum FVA verður gert kleift að veita sköpunarþrá sinni útrás.

Við lítum svo á að þetta verði upphaf að góðu samstarfi með gagnkvæmum ávinningi fyrir nemendur og kennara og þarna verði til ódauðleg leirlistaverk sem beri hróður skólans víða.

Ljósmynd: KS

https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland