Copy

Hér kemur nýskírða

 

S K R U D D A N


Helstu tíðindi úr FVA 2020

Opnir dagar í FVA

Búið er að manna teymi til að sjá um Opna daga 18. og 19. febrúar nk.

Opnir dagar í FVA eru lyftistöng fyrir skólastarfið allt, þar sem bæði nemendur og kennarar líta aðeins upp frá hefðbundnu námi og kennslu.

Óskað er eftir hugmyndum að viðburðum og tillögum að efni, fyrirlesurum eða námskeiðum og öðru. En skemmtilegast er ef kennarar og nemendur vilja sjálfir bjóða upp á eitthvað nýtt til að hafa á dagskránni. Hafðu samband við skólameistara!

Iðnaðarmenn á vappi

Þessa dagana eru iðnaðarmenn að dytta að ýmsu hér í skólanum. Verkefnalistinn er langur og endist fram á sumar, m.a. þarf að gera upp klósett, opna stokka í B-álmu og gera við svalir á heimavist. 

Söngur á sal

Annað kvöld kl. 20:00 stendur NFFA fyrir undankeppni vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2020. Keppnin fer fram á sal skólans. Skráning stendur yfir til hádegis á morgun, 29. janúar. Aðalkeppnin fer svo fram á Akureyri þann 18. apríl næstkomandi. 

 

Heilsuefling fer af stað

Búið er að ráða verkefnisstjóra í heilsueflingu í FVA. Margt er á döfinni fyrir kennara og nemendur í þessum mikilvæga málaflokki og allt skemmtilegt, hollt og gefandi. Lífshlaupið 2020 er t.d. að byrja og skráning er hafin!

Turnitin í sókn

Minnt er á að þegar nemendur FVA skila ritgerðum, stuttum sem löngum, hafa kennarar kost á að nota hugbúnaðinn Turnitin til að skima skjöl vegna ritstuldar. Notkun Turnitin hefur aukist mjög hér í FVA, á vorönn 2019 var 270 verkefnum skilað í gegnum hugbúnaðinn og á haustönn 2019 voru verkefnin orðin 430 talsins.

Turnitin virkar með Innu og er kennurum sem hafa áhuga á að taka Turnitin í sína þjónustu eða hafa spurningar varðandi hugbúnaðinn bent á að hafa samband við Björgu á bókasafninu.

Fræðsla, fundir


Á morgun, 29. janúar kl 15, mun Sigríður Hrefna kynna sjálfsmat FVA sem er liður í að bæta og efla skólastarfið á alla kanta. 

Eiríkur verður með DVD-yfirfærslugigg miðvikudaginn 12. febrúar kl 15 eins og auglýst var í síðasta fréttabréfi.

11. mars ætla Björg og Böðvar að segja frá verkefni sem þau unnu á haustönn um upplýsingatækni í FVA. 
 

Fimmtudagur til frægðar


Það verður fjör á kaffistofunni á fimmtudagskvöld kl. 20, en þá hefur stjórn KOSS boðað til félagsvistar (Athugið nýja tímasetningu). Eins og venjulega eru makar velkomnir og boðið upp á kennslu fyrir nýliða.

Verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin, auk þess sem setu- og skammarverðlaunin eru ekki af verri endanum!
 

Bláfáni á sandinum


Bláfánateymið hafði samband og er að klára að sækja um fánann fyrir sumartímabilið 2020 og óskar eftir hugmyndum frá okkur í FVA.

Verkefnin eiga að tengjast Langasandi. Síðastliðin ár var t.d. sandakastalakeppni á Írskum dögum, ruslatínsla, hreinsunardagur bæjarbúa og margt fleira. 

Kæru kennarar FVA, lumið þið á hugmynd að eða stefnið á að vinna einhver verkefni í kennslunni sem tengjast Langasandi yfir Bláfánatímabilið (apríl-október) sem hægt er að setja Bláfánamerkið á? 

Látið skólameistara vita fljótt, frestur til að sækja um rennur út 1. febrúar.

Íslenska
sem annað tungumál


Nú á vorönn hefur verið hleypt af stokkunum áfanga fyrir nemendur sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Í FVA er lögð áhersla á að koma til móts við þessa nemendur. 
https://www.facebook.com/FVA-Fj%C3%B6lbrautask%C3%B3li-Vesturlands-Akranesi-242968919124182/
https://www.instagram.com/fjolbraut/
https://www.fva.is/e

©FVA 2020
Ábm: Skólameistari FVAThis email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi · Vogabraut 5 · Akranes 300 · Iceland