Copy
Fréttabréf franska sendiráðsins á Íslandi | 25. tbl. | Febrúar 2014

Fyrir Frakka

Ráðgjafaráð ræðismannsskrifstofu


Sunnudaginn 25.maí nk.  mun kosning ráðgjafa ræðismannaskrifstofu fara fram í fyrsta skipti.
 
Á skrifstofum ræðismanna og í  sendiráðum með ræðismannsdeild eins og í Reykjavík, mun starfa ráð  til ráðgjafar um mennta- og menningarmál og efnahags- og félagsmál fyrir Frakka búsetta á starfssvæðinu.

Ráðgjafar ræðismannsskrifstofu skulu kosnir með beinni almennri kosningu. Þeir munu velja fulltrúa til setu á fundum Frakka búsettra erlendis og taka taka þátt í kosningu á fulltrúum í öldungadeild franska þingsins, sem kjörnir eru fyrir hönd franskra ríkisborgara, sem búa utan Frakklands.

Framlenging gildistíma nafnskírteina

 
Frá 1. janúar 2014 sl. er gildistími franskra nafnskírteina 15 ár fyrir fullorðna.
Nafnskírteini, útgefin frá og með 1. janúar 2014 munu vera í gildi í 15 ár, en gildistími nafnskírteina sem enn voru í gildi  1. jan 2014  (þ.e. nafnskírteini sem gefin voru  út á milli 2. janúar 2004 og 31. desember 2013 ) verður  sjálfkrafa framlengdur um 5 ár án þess að kortunum verði breytt.

Á döfinni

Heimsókn freygátunnar Primauguet

Freygátan Primauguet, sem er sérhæfð í kafbátavörnum, hefur viðkomu í Reykjavík frá 27.febrúar til 3. mars. Þessi heimsókn er hluti af samstarfi Frakklands og Íslands á sviði varnarmála, þar sem löndin eru bandalagsríki.

 Freygátan kemur til Reykjavíkur eftir að hafa tekið þátt heræfingum á sjó og í lofti á vegum NATO, sem nefndar eru Dynamic Mongoose 14.

Boðið er upp á heimsóknir um borð í skipið laugardaginn 29. febrúar kl. 11 og kl. 15.
Skráning fer fram hjá Alliance française í Reykjavík til og með 25. febrúar næstkomandi.

Listasýning í Norræna húsinu í apríl 2014 "Le Mont Saint-Michel að hætti…"

 
Það er eins og nokkrir helstu málarar sögunnar væri heimsóttir í draumi, í vitanum hans François JOUAS-POUTREL. Hér er á ferðinni sýning á verkum rithöfunds og málara sem starfað hefur til lengri tíma sem vitavörður. François Jouas-Poutrel er alinn upp í listrænni fjölskyldu og hefur ávallt sótt í listræna tengingu. Á milli hafs og lands, hefur hann málað og teiknað…með ótrúlegum afrakstri. François Jouas-Poutrel hefur einkum leitt pensilinn að hinu heimskunna kennimerki Le Mont Saint-Michel, sem hann málar í stíl ólíkra meistara á borð við Picasso, Kandisky, Delacroix…

Safnanótt - 7. febrúar í Alliance Française

Skjár 

Franski listamaðurinn Huayra Llanque hefur um árabil þróað list sína en hún byggir á því að varpa upp myndum á postulínfleti. 

Huayra Llanque segir myndirnar sem varpast á gegnsætt postulínið afhjúpi þá slóð sem ljósið fer. Megin þema hennar er "færar og ófærar leiðir". 

Hún segir að fjölmargir felustaðir leynist í raun á skjánum. 

Verkið verður frumsýnt á Safnanótt en það verður svo til sýnis í Limoges í Frakklandi. 

Fransk-íslenskar fréttir

Undirritun nýs samnings á milli sendiráðs Frakklands og Alliance française

31. janúar síðastliðinn skrifuðu Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands og Guðlaug M. Jakobsdottir, forseti Alliance française í Reykjavík undir nýjan samstarfssamning fyrir árið 2014. Á meðal samstarfsverkefna á árinu má nefna komu rithöfundarins Michel Butor (eins upphafsmanna Le Nouveau roman bylgjunnar) og sýningu hans á Landsbókasafni Íslands, sem samanstendur af verkum hans í bland við sjónræn listaverk sem unnin eru út frá skrifunum. Sýning þessu er liður af Listahátíð í Reykjavík. Frönskukennsla verður einnig í hávegum höfð, því Alliance française mun í samstarfi við sendiráðið setja saman gagnvirka fjarkennslu sem hefst á þessu ári í samvinnu við Menntaskólann á Grundarfirði. Því næst er stefnan tekin á mögulega samvinnu við fleiri staði á landsbyggðinni s.s. Fjarðabyggð, Egilsstaði o.s.frv.

Ferskir Vindar í Garði – Alþjóðleg Listahátíð

Ferskir Vindar í Garði er alþjóðleg listahátíð sem haldin var í þriðja sinn á Íslandi frá 21. desember 2013 til 26. janúar 2014. Þema viðburðarins var víðáttan og listrænn stjórnandi er Míreya Samper.

Ferskir Vindar í Garði er einstakur viðburður sinnar tegundar, fjölda listafólks úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands, í Garð, til að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum náttúrunnar og samfélagsins og skilja eftir sig spor í formi sköpunar. Á þeim fimm vikum sem listafólkið dvelur og vinnur í Garði, miðlar það til samfélagsins þekkingu og fagmennsku í listum á fjölbreytilegan hátt, í mismunandi efnistökum og listgreinum.

Markmið listaveislunnar er að skapa umhverfi gert úr nýstárlegum listaverkum og að mynda tengslanet milli innlendra og erlendra listamanna. Afrakstur þessara fimm vikna vinnustofa og málþings verður áþreifanlegur í formi sýninga, listaverka, innsetninga og tónleika, innanhúss sem utan í Garði. Atriði slagverks og söngtríosins í nýja vitanum var eitt af töfrandi atriðum hátíðarinnar.
Opnunarhátíð var 18. janúar sl. að viðstöddum Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands.


Þetta árið tóku eftirfarandi franskir listamenn þátt í hátíðinni :
 
Lionel Guibout , listmálari
Samuel Guibout & Alexandre Ayed, performance Sonoplastique
Mahé Boissel, listmálari
Danielle Loisel, listmálari
Pascale Peyret, ljósmyndari, plasticienne
‎Damien Peyret, kvikmyndagerð og ljósmyndari,
Tom Manoury & Francois Kah, leiklist og tónlist
Claire De Monclin, danshöfundur
Martial Acquarone, ljósmyndari og kolagerðameistari
Julia Vaidis-Bogard, performer
Antonio Gallego, listmálari
Fred Martin - myndhöggvari

Í sviðsljósinu

Mireya Samper


Listakonan Mireya Samper er fædd á Íslandi, en hún er alþjóðlegur listamaður eins og verk hennar bera vitni um. Hún stundaði nám á Íslandi og í Frakklandi og hefur unnið og búið í fjölda landa. Mireya vinnur með fjölbreyttan efnivið og fer það eftir hugmyndum og samhengi hverju sinni.

Getur þú sagt okkur í stuttu máli hver þú ert og við hvað þú starfar ?

Ég er fædd á Íslandi, móðir mín er íslensk og faðir minn er Katalóníumaður frá Spáni. Ég er listamaður og hef búið í mörgum löndum þar á meðal í Frakklandi þar sem ég var í listnámi í Ecole d'Art Luminy í Marseille.
Verkefni mín í dag eru sýningar í ýmsum löndum. Á þessu ári mun ég halda sýningar og undirbúa sýningar í Frakklandi, Ungverjalandi, Tyrklandi, Indlandi, Danmörku, Japan og á Íslandi.


Hvaðan kemur áhugi þinn á Frakklandi?

Kannski er mér hann bara í blóð borinn? Afi miinn var víst franskur ... en ég hitti hann aldrei eða kynntist.


Hvaða starfsreynslu hefur þú?

Ég er myndlistarkona og er stofnandi, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ferskir Vindar í Garði. Ég hef einnig starfað við framkvæmdastjórn og  framleiðslu kvikmynda ásamt öðrum tengdum störfum. Þá hef ég unnið til margra ára sem leiðsögumaður, hannað og prjónað föt og ýmislegt annað.


Hvernig kom val listamannanna til?

Ég leita stöðugt að listamönnum sem mig myndi langa að bjóða að vera með í hátíðinni. Ég þekki og hitti urmul af listafólki þar sem ég er stöðugt að taka þátt í sýningum víða um heim og listahátíðum. Oft eru líka aðrir listamenn sem benda mér á einn og annan, og stundum hefur fólk beint samband við mig.  Þannig safna ég þeim saman og svo er ég stöðugt á veiðum!!


Hvað naut mestrar velgengni á hátíðinni ?

Það sem mér finnst frábærast er hvernig til tókst með samvinnu margra listamanna á hátíðinni, hvernig listformin sköruðust og úr varð nýr heimur á milli listamanna. Sköpunargleðin var bullandi og það er virkilega spennandi þegar það tekst. Enda ber hátiðin þess merki í heildina.
Allur réttur áskilinn © 2014 Franska sendiráðið á Íslandi.Logo Ambassade de franceÁbyrgðarmaður: Luc Fuhrmann
Ritstjóri:  Ragnhildur H. Lövdahl
Tölvupóstur: ambafrance@ambafrance-is.org
Heimasíða: www.ambafrance-is.org

Franska sendiráðið á Íslandi | Ambassade de France en Islande

likes
Á síðunni okkar finnurðu upplýsingar um viðburði sendiráðsins, menningu og mannlíf í Frakklandi, og hin fjölbreyttu tengsl landanna tveggja.
connect with me!