Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. á Berjaya Reykjavik Natura Hotel. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Aðalfyrirlesari vorráðstefnunnar er kanadíska fræðikonan Laura Millar en hún hefur starfað sem ráðgjafi í nærri 40 ár á sviði skjala- og upplýsingastjórnunar, við kennslu og fræðslu og er höfundur fjölda bóka um skjalavörslu og skjalastjórn. Fyrirlestur hennar á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands kallast „Half-told Tales: Facts, Evidence, and the Search for Truth“. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og mun ráðstefnan öll fara fram á ensku. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Aðalsteinn Kjartansson, rannsóknarblaðamaður á Heimildinni munu svo bregðast við fyrirlestrinum með stuttum framsögum.
Nánari upplýsingar um vorráðstefnuna, útdrátt erindis Millar og skráningu má finna hér. Einnig er hægt að fylgjast með ráðstefnunni í streymi og þarf að skrá sig sérstaklega á það.
|