Copy
12. tbl. 12. september 2022

Námskeið Þjóðskjalasafns Íslands 2022-2023

Veturinn 2022-2023 mun Þjóðskjalasafn Íslands bjóða upp á námskeið um ýmsa þætti skjalavörslu og skjalastjórnar. Námskeiðin verða eingöngu kennd í fjarfundi en líkt og áður verðurnotast við fjarfundarforritið Teams.
Með því að nýta fjarfundarformið er reynt að koma til móts við þarfir starfsfólks í skjalavörslu og skjalastjórn sama hvar starfsstöð þeirra er á landinu. Ekkert kostar að sækja námskeiðin en þátttakendur þurfa að skrá sig.

Á vef Þjóðskjalasafns Íslands er að finna yfirlit um námskeið vetrarins og þar hægt er að skrá sig á námskeið.

Dagsetning Heiti
18.10.2022 Hverju má henda? Um grisjun skjala
1.11.2022 Skráning mála og málsgagna
7.11.2022 Hvað á að gera við tölvupóstinn? Um varðveislu og eyðingu á tölvupósti
15.11.2022 Er röð og regla á málasafninu? Gerð málalykla
6.12.2022 Tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum. Eldri og yngri gagnasöfn.
17.1.2023 Þarf að bæta skjalavörslu og skjalastjórn? Átak í skjalavörslu og gerð skjalavistunaráætlunar
31.1.2023 Sameining ríkisstofnana
7.2.2023 Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala
21.2.2023 Afhendingar úr rafrænum gagnasöfnum
7.3.2023 Spurt og svarað um rafræn gagnasöfn

Kynning á nýjum eyðublöðum

Tilkynning um rafrænt gagnasafn og nýjar grisjunarbeiðnir

Minnt er á kynningu á nýjum útgáfum af eyðublöðum vegna tilkynningar á rafrænu gagnasafni og grisjunarbeiðna sem fram fer á morgun þann 13. september kl. 10:30. Kynningin fer fram á Teams og eru þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með henni beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi hlekk.
 
Á kynningunni munu sérfræðingar Þjóðskjalasafnsins fara í gegnum eyðublöðin og kynna helstu breytingar sem hafa orðið á þeim. Áheyrendum gefst síðan tækifæri í lokin til að spyrja spurninga séu þær einhverjar.

Skráning á kynningu á eyðublöðum

Spurt og svarað

Eruð þið með sérstakt eyðublað fyrir undanþágubeiðni?

Nei, undanþágubeiðni ber að senda í formlegu bréfi með undirritun ábyrgðarmanns afhendingarskylds aðila, þ.e. forstöðumanns eða framkvæmdastjóra sveitarfélags, formanns stjórnsýslunefndar eða sjálfseignarstofnana, sjóða og annarra aðila eftir því sem við á.

Námskeið Þjóðskjalasafns Íslands haustið 2022


18. október
Hverju má henda? Um grisjun skjala.

1. nóvember
Skráning mála og málsgagna.

7. nóvember
Hvað á að gera við tölvupóstinn? Um varðveislu og eyðingu á tölvupósti

15. nóvember
Er röð og regla á málasafninu? Gerð málalykla

6. desember
Tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum. Eldri og yngri gagnasöfn.


Öll námskeið Þjóðskjalasafns Íslands
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2022 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp