Copy
16. tbl. 30. nóvember 2021

Sameining afhendingarskyldra aðila og tilfærsla verkefna

Með nýrri ríkisstjórn fylgja nýjar áherslur á verkefni ríkisins sem geta haft áhrif á uppbyggingu ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og stofnanauppbyggingu ríkisins. Breyting á verkefnum, tilfærsla þeirra á milli ráðuneyta eða stofnana og breyting á ráðuneytum eða stofnunum hefur bein áhrif á skjalavörslu og skjalastjórn þeirra aðila sem eiga í hlut. Í breytingaferli er mikilvægt að hugað sé strax í upphafi að skjalamálunum og hvernig skuli standa að þeim þegar breytingarnar ganga í gegn.   

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út leiðbeiningaritið Sameining ríkisstofnana, færsla verkefna, niðurlagning og einkavæðing ríkisaðila. Leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu sem fjallar um þau atriði sem þarf að hafa í huga við þær breytingar sem nefndar hafa verið hér á undan og hafa áhrif á skjalasöfn afhendingarskyldra aðila. Þættir sem þarf m.a. að huga að við tilfærslu og breytingar á verkefnum eru hvort endurnýja þurfi málalykla, skjalavistunaráætlanir og grisjunarbeiðnir. Þá þarf að huga að tilkynningu rafrænna gagnasafna. Einnig getur komið til greina að afhenda pappírsskjöl  og rafræn gögn til varðveislu á Þjóðskjalasafn.

Skjalaverðir á Þjóðskjalasafni Íslands eru til þjónustu reiðubúnir til að aðstoða við hvernig best er að standa að málunum þegar breytingar á skjalavörslu og skjalastjórn eru annars vegar. Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á skjalavarsla@skjalasafn.is eða í síma 590-3300. Ekkert er til fyrirstöðu að funda með viðeigandi aðilum varðandi þau verkefni sem framundan eru.

100. tölublað Skjalafrétta

Þetta tölublað af Skjalafréttum er það hundraðasta sem gefið hefur verið út af Þjóðskjalasafni Íslands en fyrsta tölublaðið var sent til áskrifenda þriðjudaginn 14. janúar 2014. Áskrifendafjöldi Skjalafrétta hefur vaxið jafnt þétt og stendur hann nú í 494. Að meðaltali eru gefin út um 10-12 tölublöð á ári en flest urðu þau á árinu 2020 en þá voru gefin út 22 tölublöð. Markmið með útgáfu fréttabréfsins er að upplýsa og fræða bæði áhugafólk og afhendingarskylda aðila um skjalavörslu og skjalastjórn, t.d. um nýjar reglur, námskeið, leiðbeiningarit og tilmæli Þjóðskjalasafns.
Skjalavarsla og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila teygir anga sína um alla stjórnsýsluna og því hafa efnistökin í Skjalafréttum verið af ýmsum toga. Allt frá skilgreiningum á grunnhugtökum í skjalavörslu og skjalastjórn og til upplýsinga um áhrif eldgosamengunar á skjöl og gögn.

Á þessum tæpu átta árum hefur útlit fréttabréfsins einnig tekið breytingum og má sjá hér sýnishorn af því hvernig útlitið hefur þróast frá upphafi.

Hugtakið:

Verkefni afhendingarskyldra aðila

Í leiðbeiningum Þjóðskjalasafns Íslands er hugtakið verkefni notað yfir verkefni afhendingarskyldra aðila. Með verkefnum er t.d. átt við verkefni afhendingarskyldra aðila sem m.a. eru bundin í lögum, reglugerðum eða sérstökum samþykktum sem sett hafa verið fyrir viðkomandi aðila. Efnissvið í málalykli eiga að endurspegla verkefni afhendingarskyldra aðila.

Minnt er á námskeið Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavörslu og skjalastjórn veturinn 2021-2022


30. nóvember kl. 10-11
Tilkynningar á rafrænum gagnasöfnum.

7. desember kl. 10-11
Er röð og regla á málasafninu? Um gerð málalykla.

11. janúar 2022 kl. 10-11.
Þarf að bæta skjalavörslu og skjalastjórn? Átak í skjalavörslu og gerð skjalavistunaráætlunar.

18. janúar 2022 kl. 10-11.
Afhendingar úr rafrænum gagnasöfnum.

1. febrúar 2022 kl. 10-11.
Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala.

15. febrúar 2022 kl. 10-11.
Tilkynningar og afhendingar á eldri rafrænum gagnasöfnum.

1. mars 2022 kl. 10-11.
Spurt og svarað um rafræn gagnasöfn.


Upplýsingar um námskeiðin og skráningu á þau má finna með því að smella hér.
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2020 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp