Þetta tölublað af Skjalafréttum er það hundraðasta sem gefið hefur verið út af Þjóðskjalasafni Íslands en fyrsta tölublaðið var sent til áskrifenda þriðjudaginn 14. janúar 2014. Áskrifendafjöldi Skjalafrétta hefur vaxið jafnt þétt og stendur hann nú í 494. Að meðaltali eru gefin út um 10-12 tölublöð á ári en flest urðu þau á árinu 2020 en þá voru gefin út 22 tölublöð. Markmið með útgáfu fréttabréfsins er að upplýsa og fræða bæði áhugafólk og afhendingarskylda aðila um skjalavörslu og skjalastjórn, t.d. um nýjar reglur, námskeið, leiðbeiningarit og tilmæli Þjóðskjalasafns.
|