Copy
17. tbl. 7. desember 2021

Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands

Þann 1. desember sl. tók gildi gjaldskrá um þjónustu Þjóðskjalasafns Íslands. Með gjaldskránni hefur Þjóðskjalasafn nú heimild til að taka gjald fyrir tiltekna þjónustu og byggir gjaldskráin á heimild í lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og reglugerð nr. 1236/2021 um gjaldskrá Þjóðskjalasafns.
 
Gagnvart afhendingarskyldum aðilum mun Þjóðskjalasafn taka gjald fyrir varðveislu pappírsskjala sem eru yngri en 30 ára gömul. Með gjaldinu getur safnið því mætt kostnaði sem til fellur við varðveislu yngri pappírsskjala þar til þau hafa náð 30 ára aldri en almennt eiga afhendingarskyldir aðilar að varðveita pappírsskjöl þar til þau hafa náð þessum aldri. Því er nú möguleiki að Þjóðskjalasafn taki við yngri pappírsskjölum til varðveislu í einstökum tilvikum ef sérstakar ástæður mæla með því, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga um opinber skjalasöfn. Vörslugjald fyrir skjöl yngri en 30 ára gömul er greitt árlega samkvæmt samningi sem gerður er við hvern afhendingarskyldan aðila. Athygli er vakin á því að vörslukostnaður fyrir pappírsskjöl sem eru yngri en 30 ára frá afhendingarskyldum aðilum sem hafa verið lagðir niður skal greiddur af því ráðuneyti eða sveitarfélagi sem viðkomandi aðili heyrði undir.
 
Þá munu sveitarfélög sem afhenda skjöl til varðveislu á Þjóðskjalasafn ávallt greiða fyrir varðveislu gagnanna óháð aldri þeirra. Einnig munu skiptastjórar þrotabúa greiða fyrir varðveislu skjala þrotabúa í sjö ár frá skiptalokum og fyrir eyðingu þeirra að varðveislutíma loknum. Vörslugjald þrotabúa greiðst í einu lagi fyrir sjö ár frá skiptalokum þegar safnið er afhent Þjóðskjalasafni til vörslu.
 
Einnig er Þjóðskjalasafni heimilt að taka gjald fyrir móttöku, frágang og flutning skjalasafna afhendingarskylds aðila sem hefur hætt starfsemi eða verið lagður niður.
 
Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands má finna hér: Gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands

Frétt á vef Þjóðskjalasafns Íslands um gjaldskrána

Hugtakið: Afhendingaraðili

Afhendingaraðili er sá aðili sem afhendir skjalasafn til opinbers skjalasafns, þ.e. Þjóðskjalasafns Íslands eða héraðsskjalasafns. Í sumum tilfellum er um annan aðila að ræða en skjalamyndarann, t.d. ef stofnun hefur sameinast annarri, eða einstaklingur er að afhenda skjöl fyrir hönd annars aðila.

Minnt er á námskeið Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavörslu og skjalastjórn veturinn 2021-2022

11. janúar 2022 kl. 10-11.
Þarf að bæta skjalavörslu og skjalastjórn? Átak í skjalavörslu og gerð skjalavistunaráætlunar.

18. janúar 2022 kl. 10-11.
Afhendingar úr rafrænum gagnasöfnum.

1. febrúar 2022 kl. 10-11.
Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala.

15. febrúar 2022 kl. 10-11.
Tilkynningar og afhendingar á eldri rafrænum gagnasöfnum.

1. mars 2022 kl. 10-11.
Spurt og svarað um rafræn gagnasöfn.


Upplýsingar um námskeiðin og skráningu á þau má finna með því að smella hér.
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2020 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp