Já, það þarf að fá samþykki Þjóðskjalasafns fyrir skjalavistunaráætlunum afhendingarskyldra aðila. Í 3. gr. reglna um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015 segir: „Skjalavistunaráætlanir skulu samþykktar af opinberu skjalasafni sem viðkomandi aðili er afhendingarskyldur til við upphaf hvers nýs skjalavörslutímabils“. Samþykki fyrir skjalavistunaráætlun gildir allt skjalavörslutímabilið sem er u.þ.b. fimm ár að lengd og skal endurnýja það fyrir hvert nýtt skjalavörslutímabil.
|