Copy
10. tbl 11. ágúst 2022

Uppfært eyðublað

Tilkynning um rafrænt gagnasafn

Þjóðskjalasafn Íslands hefur uppfært eyðublað vegna tilkynningar afhendingarskyldra aðila á rafrænum gagnasöfnum sem eru eða hafa verið í notkun í starfsemi þeirra. Eyðublaðið að finna á Ísland.is og hægt er að nálgast það þar.
 
Í nýjustu uppfærslu eyðublaðsins hefur það verið einfaldað með það að markmiði að gera það aðgengilegra. Stærsta breytingin er fólgin í því að ekki er lengur krafist þess að tæknilegar upplýsingar og notendahandbók fylgi með tilkynningunni þegar hún er send inn. Í staðinn mun Þjóðskjalasafn óska eftir þeim á síðari stigum ef svo ber undir.
 
Þannig gefst skjalavörðum Þjóðskjalasafns Íslands færi á að vega og meta hvort upplýsingarnar í rafræna gagnasafninu séu varðveisluverðar og hvernig eigi að varðveita þær til frambúðar. Óskað verður eftir viðbótarupplýsingum og gögnum ef gagnasöfn eru metin varðveisluverð. Einnig er ekki lengur krafa að vísa í blaðsíðunúmer notendahandókar í tilkynningu.

Eyðublaðið fyrir tilkynningu á rafrænu gagnasafni er að finna hér.

Hér má lesa nánar um rafræn gagnasöfn.

Kynning á nýjum eyðublöðum

Tilkynning um rafrænt gagnasafn og nýjar grisjunarbeiðnir

Kynning á nýjum útgáfum af eyðublöðum vegna tilkynningar á rafrænu gagnasafni og grisjunarbeiðna fer fram 13. september nk. kl. 10:30. Kynningin fer fram á Teams og eru þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með henni beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi hlekk.
 
Á kynningunni munu sérfræðingar Þjóðskjalasafnsins fari í gegnum eyðublöðin og kynna helstu breytingar sem hafa orðið á þeim. Áheyrendum gefst síðan tækifæri í lokin til að spyrja spurninga séu þær einhverjar.

Skráning á kynningu á eyðublöðum

Spurt og svarað:

Hvað á að gera við pappírsskjöl sem berast til afhendingarskylds aðila sem er í rafrænni skjalavörslu?

Þegar afhendingarskyldur aðili hefur fengið samþykki fyrir notkun á rafrænu gagnasafni hefur viðkomandi aðili heimild til að varðveita gögn í hinu rafræna gagnasafni eingöngu á rafrænu formi, og telst því vera í rafrænni skjalavörslu með það gagnasafn. Þó að afhendingarskyldur aðili varðveiti öll gögn sem hann myndar í sinni starfsemi á rafrænu formi halda áfram að berast pappírsskjöl. Þau er þá venjulega skönnuð inn í rafræna gagnasafnið. En eftir sem áður þurfa afhendingarskyldir aðilar að varðveita pappírsskjöl sem berast þó að þau hafi verið skönnuð inn í rafræna gagnasafnið. Telji afhendingarskyldur aðili að pappírsskjölin sem hafa verið skönnuð inn hafi ekkert gildi umfram rafræna eintakið sem er í rafræna gagnasafninu getur viðkomandi aðili sótt um grisjun á pappírsskjölunum til Þjóðskjalasafns. Skjöl sem berast á pappír og eru skönnuð inn í rafrænt gagnasafn þarf að merkja sérstaklega í rafræna gagnasafninu og benda á að þau séu einnig varðveitt á pappír. Síðan er skjalið sett á viðeigandi stað í pappírsskjalasafnið. Athugið að það þarf að merkja að skjalið sé til að pappír, það er ekki nóg að merkja að málið innihaldi skjal á pappír.
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2022 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp