Reglur nr. 85/2018 um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila kveða á um að skrá skuli bæði heiti máls sem og efni skjals sem því máli tilheyrir. Með efni skjals er átt við að skrá eigi stutta lýsingu á efnisinnihaldi skjals, með öðrum orðum lýsandi heiti. Gott er að hafa heiti á sambærilegum málum samræmd og hið sama á við um heiti sambærilegra skjala. Dæmi: Ekki gefa skjali heitið „Scan210618“ heldur „Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn 2018“. Málsheiti þurfa líka að vera lýsandi og skýr. Þannig er leitarbærni í framtíðinni tryggð.
|