Copy
3. tbl. 3. mars 2023

Spurt og svarað um rafræn gagnasöfn - Hægt að senda inn spurningar

Námskeiðið Spurt og svarað um rafræn gagnsöfn fer fram næst komandi þriðjudag 7. mars kl. 10. Líkt og með fyrri námskeið safnsins fer það fram í gegnum fjarfund á Teams.
 
Námskeiðið er með óhefðbundnu sniði en á því sitja sérfræðingar safnsins í rafrænni skjalavörslu fyrir svörum um allt á milli himins og jarðar sem varðar myndun, varðveislu og afhendingu úr rafrænum gagnasöfnum afhendingarskyldra aðila. Vakin er athygli á því að hægt er að senda spurningar fyrifram sem teknar verða fyrir á námskeiðinu. Hægt er að senda spurningar til Heiðars Lind Hanssonar skjalavarðar á netfangið heidar.l.hansson@skjalasafn.is
 
Skráning á námskeiðið stendur enn yfir. Hægt er að skrá sig hér (https://radgjof.skjalasafn.is/fraedsla/namskeid/skraning-a-namskeid/). Um leið er minnt á að síðasta námskeið vetrarins fer fram þriðjudaginn 21. mars nk. en það ber yfirskriftina Innra eftirlit í rafrænum gagnasöfnum. Nánari upplýsingar um það eru að finna hér (https://radgjof.skjalasafn.is/fraedsla/namskeid/)

Spurt og svarað: Þarf að setja lýsandi heiti á bæði málsheiti og öll skjöl í málinu?

Reglur nr. 85/2018 um skráningu mála og málsgagna afhendingarskyldra aðila kveða á um að skrá skuli bæði heiti máls sem og efni skjals sem því máli tilheyrir. Með efni skjals er átt við að skrá eigi stutta lýsingu á efnisinnihaldi skjals, með öðrum orðum lýsandi heiti. Gott er að hafa heiti á sambærilegum málum samræmd og hið sama á við um heiti sambærilegra skjala. Dæmi: Ekki gefa skjali heitið „Scan210618“ heldur „Skýrsla um skjalavörslu og skjalastjórn 2018“. Málsheiti þurfa líka að vera lýsandi og skýr. Þannig er leitarbærni í framtíðinni tryggð.

Námskeið Þjóðskjalasafns Íslands vorið 2023


7. mars 2023
Spurt og svarað um rafræn gagnasöfn.

21. mars 2023
Innra eftirlit með rafrænum gagnasöfnum.


Öll námskeið Þjóðskjalasafns Íslands og skráning
Vertu vinur okkar á Facebook Vertu vinur okkar á Facebook
Vefur Þjóðskjalasafns Vefur Þjóðskjalasafns
Þjóðskjalasafn Íslands © 2022 Þjóðskjalasafn Íslands, Allur réttur áskilinn.

Uppfæra upplýsingar um áskrift     Hætta í áskrift.






This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Þjóðskjalasafn Íslands · 162 Laugavegur · Reykjavík 105 Reykjavik · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp