Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Í framhaldinu verða umræður um efnið. Aðalfyrirlesari vorráðstefnunnar er kanadíska fræðikonan Laura Millar sem hefur starfað sem ráðgjafi í nærri 40 ár á sviði skjala- og upplýsingastjórnunar, við kennslu og fræðslu og er höfundur fjölda bóka um skjalavörslu og skjalastjórn. Fyrirlestur Laura Millar á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands kallast „Half-told Tales: Facts, Evidence, and the Search for Truth“. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og mun ráðstefnan öll fara fram á ensku. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Aðalsteinn Kjartansson, rannsóknarblaðamaður á Heimildinni munu svo bregðast við fyrirlestrinum með stuttum framsögum. Undir lokin verða umræður.
Nánari upplýsingar um vorráðstefnuna, Laura Millar og útdráttur úr erindi hennar má finna hér.
Upplýsingar um skráningu má finna hér.
|