Þjóðskjalasafn Íslands hefur ekki gert kröfur um að afhendingarskyldir aðilar afhendi safninu vefsíður til varðveislu heldur varðveitir Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn allar íslenskar vefsíður skv. lögum nr. 20/2002 um skylduskil til safna. Þó er mikilvægt að afhendingarskyldir aðilar varðveiti í skjalasafni sínu skýrslur, fréttir og annað mikilvægt efni sem aðeins er gefið út á vefsíðum. Það má gera með því að prenta út á pappír skýrslur og fréttir, eða með því að vista gögnin á rafrænu formi í skjalavörslukerfi sé notast við slík kerfi og heimild til rafrænnar varðveislu sé til staðar.
Noti afhendingarskyldir aðilar innri vef til þess að halda utan um ákveðin verkefni skal tilkynna vefinn sem rafrænt gagnasafn til opinbers skjalasafns, sbr. reglur þar um. Rafrænt gagnasafn, t.d. gagnagrunnur, sem aðgangur er að í gegnum vef afhendingarskylds aðila er sérstakt kerfi og ber að tilkynna og varðveita eftir atvikum.
Fleiri spurningum er svarað á Spurt og svarað hluta vefsíður ráðgjafar og eftirlits hjá Þjóðskjalasafni Íslands.
|