Copy

EPALE - vefgátt fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu


ec.europa.eu/epale

Tengslaráðstefna fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu
 

  • The relevance of Adult Education and the Erasmus+ Program verður haldin í Lissabon í Portúgal, dagana 1. – 3. júní nk. Áherslan er að auka vægi og gæði fullorðinsfræðslu í evrópskum samstarfsverkefnum og markhópurinn er fullorðinsfræðslugeirinn. 2 sæti laus!
Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna

Í umsókn um þátttöku í ráðstefnunni skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun. Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.

Umsóknareyðublað

Menntun flóttafólks


Sá flóttamannavandi sem Evrópa stendur frammi fyrir hefur undirstrikað mikilvægi fullorðinsfræðslu  varðandi aðlögun nýrra íbúa og þörf fyrir að auka færni flóttamanna í Evrópulöndunum.  Dagana 25.-29. apríl skipulagði EPALE viku sem tileinkuð var menntun flóttafólks. Markmiðið var að styðja við umræður og skoðanaskipti um þessi málefni.Í vikunni var tekinn fyrir fjöldi atriða, svo sem:
  • Hvað það er sem að gagni kemur fyrir nýkomna flóttamenn sem og stærri hópa fullorðinna nemenda frá flóttamannalöndum
  • Verkefni sem auðvelda flóttamönnum í námi aðgengi að vinnumarkaði
  • Endurmenntun fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu svo þeir geti sem best sinnt námsþörfum flóttamanna
  • Aðgerðir sem auðvelda fullorðnum flóttamönnum að sinna og ljúka því námi sem best hentar þeim. Sem dæmi má nefna upplýsinganámskeið og námskeið sem auka vitund um málefni, leiðbeiningar um menningarmun og góðar fyrirmyndir.
Sjá nánari upplýsingar á vef Epale.

Taktu þátt á EPALE-vefgáttinni


Við erum að leita að efni sem á erindi til þeirra sem sinna fullorðinsfræðslu. Láttu heyra frá þér ef þig langar til að leggja þitt af mörkum varðandi:
  • Námsefni eða kennsluaðferðir sem þú hefur búið til
  • Viðburði sem þú ert að skipuleggja
  • Fréttir um fullorðinsfræðslu, t.d. menntun flóttafólks í Evrópu
  • Blogg eða greinar þar sem fram koma skiptar skoðanir eða dæmisögur um verkefni sem þú hefur tekið þátt í.
Skráðu þig HÉR til þátttöku ef þú hefur undir höndum efni sem þú hefur áhuga á að miðla.
Skrá mig á EPALE vefgáttina
Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email

© 2016 Rannís, Allur réttur áskilinn.