Copy
Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi
Skoða þennan póst í vafra
Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða

Fréttabréf Erasmus+
Menntaáætlunar ESB í janúar 2016

Myndbönd um hvernig á að sækja um í flokkinn Nám og þjálfun 2016 eru komin á vefinn 

Starfsfólk Erasmus + landskrifstofunnar er sífellt að leita nýrra leiða við að aðstoða umsækjendur. Ein aðferðin er að útbúa kennslumyndbönd sem  umsækjendur geta skoðað í tölvum sínum og þurfa þá ekki að mæta á sértakan fund. Landskrifstofan hefur útbúið myndbönd fyrir þá sem vilja kynna sér tækifæri  Erasmus+ áætlunarinnar.  Einnig hafa verið gerð  myndbönd fyrir þá sem eru að skrifa umsóknir í Nám og þjálfun á sviði fullorðinsfærðslu, leik-grunn og framhaldsskóla og starfsmenntunar.Við hvetjum alla áhugasama, og sérstaklega umsækjendur til að kynna sér kennslumyndböndin.

Við minnum á að einstaklingar geta ekki sótt um styrki úr Erasmus+ heldur eingöngu lögaðilar eins og skólar, fullorðinsfræðslustofnanir, fyrirtæki og aðrar fræðslustofnanir.

Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 2. febrúar 2016  kl.11.00. Umsóknir eru rafrænar og ekki er hægt að sækja um eftir að umsóknarfrestur rennur út.
 

Höfundar myndverks, Kristjana E Sigurðardóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Skorin útg.

Menntaskólinn á Tröllaskaga í  Erasmus+ samstarfi

Tveir þriggja manna hópar kennara frá Menntaskólanum á Tröllaskaga dvöldu nýlega í vikutíma hvor í sínum framhaldsskólanum í Danmörku og fylgdust með námi og kennslu í sérgreinum sínum. Móttökuskólarnir voru Köbenhavns åbne Gymnasium, sem er 900 manna, fjölmenningarlegur bekkjarskóli og Bröndby Gymasium, einkaskóli með um 250 nemendur, sem leggur m.a áherslu á að laga skólakerfið að iðkun afreksíþrótta.

Það er einróma álit kennaranna að bæði hafi verið lærdómsríkt og gagnlegt að kynnast af eigin raun skólastarfi í dönskum framhaldsskólum. Fleiri kennarar munu fara í svipaðar námsferðir á næstunni. MTR fékk Erasmus+-styrk fyrir verkefnið „Skapandi og nýstárlegar lausnir í menntun“ sem er í flokknum „Nám og þjálfun“. 

Nánar er hægt að lesa um verkefnið á heimasíðu skólans
 

Höfundar myndverks, Guðbrandur Magnússon og Guðný Hannesdóttir. Skorin útg.

Samstarfsaðilar fyrir kennara og annað fagfólk á sviði menntunar 2016-2017

Erasmus + skrifstofan á Íslandi fær töluvert af fyrirspurnum um samstarf við íslenska skóla.

Þessi spænski skóli hefur áhuga á því að fara í samstarf við íslenskan framhaldsskóla á sviði tungumálakennslu:

Colegio Santo Ángel de la Guarda
Adress: C/ Puerto 18. 21002.
Huelva (Andalucía, Spain)
Web: www.santoangelhuelva.com
E-mail: colegiopuerto@gmail.com

Tveir landafræðakennarar frá Hollandi hafa áhuga á því að koma í heimsókn í skóla í Reykjavík eða nágrenni næsta sumar. Þau heita Sander Scholen og Carin de Jong. Skólinn heitir CSG het Noordik Almelo.

Erasmus skrifstofan tekur hins vegar fram að við þekkjum ekki þessa aðila og getum ekki ábyrgst gæði þeirrar samvinnu sem hugsanlega kemur út úr svona samstarfi.

Við minnum síðan á European School Gateway sem afbragðsleið fyrir skóla sem eru að leita að samstarfsaðilum erlendis. Vefgáttin er ætluð leik-, grunn- og framhaldsskólum (einnig starfsmenntaskólum)
 
EPALE vefgáttin býður líka upp á leit að samstarfsaðilum fyrir fullorðinsfræðsluaðila og endurmenntun og þar eru fjölmargir aðilar að óska eftir samstarfsaðilum.
 
Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir flokkinn „Nám og þjálfun“ rennur út þriðjudaginn 2. febrúar 2016 kl.11.00 og umsóknarfrestur fyrir flokkinn „Samstarfsverkefni“ rennur út fimmtudaginn 31. mars 2016 kl.10.00.
 

Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Öll réttindi áskilin © 2016 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp