Copy
Fréttabréf Epale desember 2019
Sérðu ekki póstinn? Smelltu hér
Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Með því gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir um efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.
Skrá mig í EPALE

Kæru EPALE félagar.

Í nóvember beindi EPALE áfram sjónum sínum aðallega að fullorðinsfræðslu á vinnustöðum. Á tímabilinu birtu landsteymi EPALE og EPALE samfélagið margar áhugaverðar dæmisögur, greinar, skýrslur og annan fróðleik um málefnið. Heimsækið síðuna okkar þar sem fjallað er um nám á vinnustöðum til að afla ykkur nánari upplýsinga (innihaldið er breytilegt eftir því hvaða tungumál er valið). Munið að opna EPALE vefgáttina reglulega til að fylgjast með því nýjasta!

Áhugahvetjandi dæmi úr vinnustaðanámi.

Dagana 11.-13. nóvember stóð EPALE fyrir viðburði á netinu þar sem safnað var saman árangursríkum verkefnum um nám á vinnustöðum. Við fengum mörg góð verkefni frá fjölbreyttum hópi sérfræðinga í fullorðinsfræðslu frá meira en 20 Evrópulöndum. Við þökkum öllum fyrir að deila þessum góðu verkefnum með EPALE samfélaginu. Þátttaka ykkar og framlag skiptir miklu máli.

Hér er umfjöllun sem fundarstjórinn Andrew McCoshan hefur tekið saman þar sem fram koma helstu atriði netviðburðarins.

Nýjustu bloggfærslurnar:

  Markus Palmén stjórnaði viðtölum við þrjá sérfræðinga, einn af sviði framtíðarsýnar, annan úr röðum nemenda og þann þriðja úr atvinnulífinu. Viðtölin fóru fram í gegnum vídeó og umræðuefnið var framtíð símenntunar og hæfni á vinnustöðum.

Mig langar ekki til að læra (EN, RO, ES) 
Hvernig getum við gert vinnustaðanám og fullorðinsfræðslu áhugaverða fyrir nemendur? Gina Ebner deildi hugleiðingum sínum um málefnið.

Dæmi sem kveikja áhuga (EN, EL, CS) og sex áskoranir (EN, RO) varðandi stafrænt nám á vinnustöðum. 
Í þessum tveimur greinum, rannsakaði sérfræðingur EPALE, Andrew McCoshan möguleikana og áskoranirnar sem starfrænt nám á vinnustöðum hefur í för með sér.

Hvaða hlutverki geta fræðsluaðilar í fullorðinsfræðslu gegnt í námi á vinnustað? (EN) 
Hvað geta sérfræðingar í fullorðinsfræðslu gert til að gera vinnustaðanám árangursríkara? Lesið þessa grein eftir Simon Broek til að fá svar við þeirri spurningu.

Samstarf og nýsköpun í starfsmenntun (Centres of Vocational Excellence-CoVEs): Hvaða máli skiptir það fyrir kennara og leiðbeinendur? (EN) 
Samstarf og nýsköpun í starfsmenntun verður sífellt mikilvægari hluti af starfsmenntastefnu Evrópusambandsins. Lesið þessa grein til að átta ykkur á hvað þetta þýðir fyrir þá sem vinna í faginu.
Hendur halda á bók og gleraugum

Fréttir frá Evrópu

Mikið var um að vera á vettvangi fullorðinsfræðslu í Evrópu í ágúst:

  • Umræðufundur þar sem farið var yfir málefni fullorðinsfræðslu var haldinn í Portúgal. Markmið fundarins var að ræða hvernig hægt væri að takast á við ólæsi meðal fullorðinna og kynna þátttakendum fundarins mismunandi aðferðir til þess. (PT)
  • Ráðuneyti mennta og vísinda í Lettlandi stóð fyrir umræðufundi um fullorðinsfræðslu. Þar voru ræddir möguleikar og áskoranir sem fullorðinsfræðsla stendur frammi fyrir á vinnustöðum og athygli beint að fyrirmyndar vinnubrögðum í þjálfun starfsmanna. (LV)
  • Í Finnlandi gerði ríkisstjórnin tillögu um að veita 20 milljón evra í svonefnda „áhrifamikla menntun“ (high-impact education) og þjónustu við atvinnumiðlun. Fjárframlagið mun styðja við þjálfunarúrræði sem þegar eru til staðar og undirbúa fullorðið fólk undir breytingar í atvinnulífinu. (FI)

Vertu með!

Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Þannig gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir við efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.

Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2019 Rannís, Allur réttur áskilinn..


Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp