Copy

 
STARFSMENNTUN
Erasmus+ styrkur - nám í bakaraiðn

Kynningarmyndband: Íris Björk Óskarsdóttir, bakarasveinn segir frá  reynslu sinni af starfsnámi á hóteli í Helsinki. Smellið á myndina til þess að skoða myndbandið.

Tölvupóstur
Tölvupóstur
Vefsíðan
Vefsíðan
Facebook
Facebook
Myndbönd
Myndbönd

Erasmus+ tengslaráðstefna og vinnustofa á sviði starfsmenntunar í nóvember 2016

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tvo viðburði í nóvember nk. á Írlandi og á Möltu. Tilgangur tengslaráðstefnanna er að efla tengsl fagfólks frá mismunandi  Evrópulöndum og finna samstarfsaðila með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ áætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2017.


Tengslaráðstefna í Dublin á Írlandi

Tengslaráðstefnan  „VET Connected – GET Connected“  verður haldin í Dublin á Írlandi 23. - 25. nóvember.  Áætlaður fjöldi þátttakenda er 50 manns,  þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Markmið ráðstefnunnar er að þátttakendur kynnist vel tækifærum Erasmus+,  deili reynslu og aðferðum góðra verkefna og þrói hugmyndir að nýjum Erasmus+  náms- og þjálfunarverkefnum.

Markhópar ráðstefnunnar eru starfsmenntaskólar, fyrirtæki og stofnanir sem vilja bjóða nemendum sínum og starfsfólki að taka þátt í evrópsku samstarfi.  Þeir sem taka þátt skulu stefna að því að þróa verkefnahugmyndir og taka þátt í verkefnum á sviði náms og þjálfunar (KA1).


Vinnustofa á Möltu

Vinnustofan  „Hands on experience for VET Trainers“  verður haldin á Möltu 22. - 24. nóvember (með ferðadögum 21. - 25. nóvember).  Áætlaður fjöldi þátttakenda er 35 manns, þar af eiga Íslendingar töv sæti.

Markmið vinnustofunnar er að mynda tengsl og þróa verkefnahugmyndir á sviði endurmenntunar starfsmenntakennara og nýrrar tækni við kennslu í starfsmenntun.

Markhópar ráðstefnunnar eru:  stjórnendur og kennarar á sviði starfsmenntunar.


Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.


Umsóknarfrestur er til og með 22. september nk.

SÆKJA UM ÞÁTTTÖKU Á TENGSLARÁÐSTEFNU
Öll réttindi áskilin © 2016 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu