Copy
Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi
Skoða þennan póst í vafra
Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða

Fréttabréf Erasmus+
Menntaáætlunar ESB í mars 2016

Námskeið og undirbúningur fyrir Erasmus+ samstarfsverkefni – ertu með hugmynd?

Senn líður að næsta umsóknarfresti hjá Erasmus+ áætluninni en umsóknarfrestur um fjölþjóðleg samstarfsverkefni (Strategic Partnership) er fimmtudaginn 31. mars 2016 klukkan 10:00 árdegis. Samstarfsverkefni eru þematísk verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda. Hægt er að sækja um styrk að upphæð 150.000 evrur á ári.

Námskeið í að þróa nýja hugmynd?

Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi aðstoðar umsækjendur um Erasmus+ verkefni á ýmsan hátt. Þriðjudaginn 8. mars heldur skoski ráðgjafinn Paul Guest námskeið fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni frá kl.13:00-17:00. Á námskeiðinu verður áhersla lögð á þróun hugmynda að samstarfsverkefnum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður  og eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að skrá sig. Skrá þátttöku

Myndbönd á erasmusplus.is

Starfsfólk Landskrifstofu hefur einnig útbúið kennslumyndbönd og sett inn á vefinn. Í þeim er farið yfir forgangsatriði fyrir hvert skólastig í Erasmus+ samstarfsverkefnum og leiðbeiningar um umsóknarskrif.

Vefstofur

Þriðjudaginn 15. mars kl. 14:00 og 15:00 verða haldnar vefstofur fyrir þá sem eru að undirbúa umsókn um fjölþjóðleg samstarfsverkefni. Fyrra námskeiðið klukkan 14:00 er fyrir þá sem eru að sækja um hefðbundin samstarfsverkefni á öllum skólastigum en síðara námskeiðið kl.15.00 fyrir þá sem eru að sækja um skólaverkefni (school-to-school).

Hægt er fylgjast með námskeiðinu beint á netinu hvar sem er í gegnum vefstofukerfi Landskrifstofu. Áhugasamir vinsamlegast skrái þátttöku á vefstofunni. Skrá þátttöku.


  • Nánari upplýsingar um Samstarfsverkefni.
  • Við minnum síðan á European School Gateway vefsvæðið sem leið fyrir skólafólk til að finna samstarfsaðila erlendis og EPALE vefsvæðið fyrir leit að samstarfsaðilum í fullorðinsfræðslu.
Öll réttindi áskilin © 2016 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp