Copy
Hugsaðu. Skapaðu. Miðlaðu.
Facebook
Facebook
Twitter
Twitter
Vefsíða
Vefsíða

Fréttabréf Creative Europe í desember 2016


Starfsfólk Creative Europe upplýsingaskrifstofu á Íslandi óskar þér og þínum gleðilegra jóla og þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
 

Uppskera ársins 2016


Á 25 ára afmælisári MEDIA var úthlutað tæplega 66 milljónum króna til tólf íslenskra verkefna úr kvikmyndahluta Menningaráætlunar ESB. Það sem bar hæst á árinu var að „Fangar“, ný sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar, sem Mystery Ísland framleiðir, fékk styrk frá sjónvarpssjóði MEDIA. Þáttaröðin hefur göngu sína á RÚV á nýársdag, sjá umfjöllun.

Í menningarhluta Creative Europe fékk Reykjavik Dance Festival styrkfé sem þátt­takandi í stóru evrópsku samstarfs­verkefni, „Advancing Performing Arts Project“. Styrkurinn verður notaður til þess að koma á framfæri uppfærslum ungra evrópskra dans- og sviðslistamanna. Þá stefna samstarfsaðilar að því að ná til stærri áhorfendahópa. Sjá nánar á heimasíðu verkefnisins og neðar í fréttabréfinu.
Sjónvarpsþáttaröðin „Fangar“ hefst á RÚV á nýársdag.

MEDIA


Íslenskum fyrirtækjum gekk vel í styrkúthlutunum á afmælisárinu. Nítján íslenskar umsóknir bárust í MEDIA og tólf þeirra fengu samtals tæplega 66 milljónum úthlutað, eða 485.946 evrum. Árangurshlutfall íslenskra aðila var því 63%. Þetta er sérstaklega áhugavert þar sem í síðustu úthlutun fengu aðeins 16.6% innsendra umsókna í þróunarsjóð MEDIA styrk. 
 

Styrkir til framleiðenda


Styrkir til íslenskra fyrirtækja til undirbúnings kvikmynda: 
Á árinu voru 4 íslenskar umsóknir sendar inn til þróunar á einstöku verkefni og fengu tvær þeirra úthlutanir, samtals 75.000 evrur. Compass ehf. fékk 25.000 evrur fyrir heimildarmyndina „Science of Play“ og Kvikmyndafélag Íslands fékk 50.000 evra úthlutun til undirbúnings á „Aðventu“, sem er byggð á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar.

Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni:
Á fyrsta skilafresti umsókna 2016 var ein íslensk umsókn frá Mystery Island ehf. send inn og fékk hún úthlutað 271.685 evrum fyrir leiknu sjónvarpsþáttaröðina „Fanga“.
 

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum


Valkerfið
Á árinu voru 10 íslenskar umsóknir sendar inn og fengu 5 þeirra úthlutanir. Bíó Paradís fékk dreifingarstyrk til að sýna 5 evrópskar kvikmyndir, en hver þeirra fékk 3.000 evrur. Kvikmyndirnar eru: „A Perfect Day“, „Fai BeiSogni“, „Fuocuamimare“, „Ma Loute“ og „Toni Erdmann“, en sú síðastnefnda fékk verðlaun sem besta myndin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni 10. desember síðastliðinn auk fleiri verðlauna.

Sjálfvirka kerfið
Á árinu fóru 2 íslenskar umsóknir og fengu báðar úthlutun. Bíó Paradís fékk úthlutað 5.214 evrum og Myndform fékk úthlutað 40.079 evrum.
 

Tengslanet kvikmyndahúsa


Europa Cinemas, sem fjármögnuð er af MEDIA áætluninni, fékk eina umsókn frá Bíó Paradís sem var samþykkt og hlaut styrk að upphæð 15.968 evra.
 

Styrkir til kvikmyndahátíða


Á fyrsta skilafresti umsókna fór ein íslensk umsókn inn frá Alþjóðlegri kvikmynda­hátíð í Reykjavík og fékk hún úthlutað 63.000 evrum.

MENNING

 

Bókmenntaþýðingar


Menningarhluti Creative Europe reyndist Íslendingum torsóttari. Tveir íslenskir bókaútgefendur sendu inn umsóknir til þýðinga á bókmenntum síðastliðið vor en hvorug þeirra hlaut brautargengi. Við síðustu úthlutun í þessum flokki verkefna var árangurshlutfallið í kringum 16%.
 

Samstarfsverkefni


Í flokki minni samstarfsverkefna sóttu 6 íslenskir aðilar um sem þátttakendur en 8 í flokki stærri samstarfsverkefna. Einungis einn íslenskur aðili, Reykjavík Dance Festival, fékk 60.000 evrur sem þátttakandi í samstarfsverkefninu „Advancing Performing Arts Project“. Verkefnið fékk heildarúthlutun að upphæð 2 milljónir evra sem skiptist á 11 samstarfsaðila.

Samstarfsaðilarnir eru: BIT Teatergarasjen (NO), Szene Salzburg (AT), Tanzfabrik Berlin (DE), Arts Centre BUDA (BE), Centrale Fies Dro (IT), Fundacja Cialo/Umysl (PL), Maison de la Culture d'Amiens (FR), Student Centre Zagreb (HR), Reykjavik Dance Festival (IS), Theatre Nanterre Amandiers (FR), Teatro Nacional D. Maria II (PT).
Creative Europe er kvikmynda- og menningaráætlun ESB. Á árunum 2014-2020 verða veittar 1,46 milljarðar evra til evrópskra verkefna sem hafa það markmið að ná til nýrra áhorfenda, auka færni og hæfni fagfólks, þróa nýja tækni og auðvelda samstarf milli þjóða.

Upplýsingaskrifstofa Creative Europe á Íslandi veitir fagfólki í kvikmynda- og listageiranum aðstoð og ráðgjöf.
Öll réttindi áskilin © 2016 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp