Copy
Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi
Skoða þennan póst í vafra

Umsóknarfrestur rennur út  á fimmtudaginn!


Umsóknarfrestur í flokkinn ,,Nám og þjálfun“ (Mobility) rennur út 4. mars n.k. klukkan 11.00 (árdegis). Stofnanir sem sinna menntun á öllum skólastigum geta sótt um ferða-, uppihalds- og námsstyrki fyrir nemendur og starfsfólk til að sinna námi, starfsnámi, kennslu eða starfsþjálfun í einu af þátttökulöndum Erasmus+. Mikilvægt að gera sér grein fyrir því  að tækifæri til styrkja geta verið ólík á milli markhópa og skólastiga.
Þessi flokkur á við:
  • Nemendur í starfsmenntun
  • Nemendur á háskólastigi (nám og starfsnám á vinnustað) 
  • Þá sem starfa að menntun á öllum skólastigum (kennsla og starfsþjálfun).
Fyrirtæki sem sinna fræðslu og menntun geta einnig sótt um styrki í þessum flokki.  Nánari upplýsingar um markhópa og styrki fyrir mismunandi skólastig er hægt að nálgast á heimasíðunni erasmusplus.is. Þeir sem eru að undirbúa umsókn geta skoðað vefstofu sem haldin var nýlega um umsóknarferlið fyrir þennan flokk á þessari slóð; www.erasmusplus.is/um/gagnlegt/nr/3090

Við minnum einnig á að umsóknarfrestur um flokkinn ,,Samstarfsverkefni“ (Strategic Partnership) rennur út þriðjudaginn 31. mars n.k. Sjá frétt neðar á síðunni.
 


Spennandi tækifæri fyrir skólafólk


Ný evrópsk vefgátt ;School Education Gateway“ helguð fyrstu þremur skólastigunum er komin í loftið. Sjá hér: http://www.schooleducationgateway.eu/en/pub/index.htm. Gáttin er spennandi hjálpartæki fyrir þá sem eru að vinna að Erasmus + umsókn, vilja auglýsa námskeið, óska eftir gestakennara eða starfsnema.

School Education Gateway er vefgáttþar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman.  Gáttin er fjármögnuð af Erasmus+ áætluninni.

Á School Education Gateway er að finna dæmi um fyrirmyndarverkefni og leiðbeiningar til að auðvelda umsóknaskrif í Erasmus+. Skólar sem eru að vinna umsókn í flokknum Nám og þjálfun (Key Action 1) geta leitað að námskeiðum og öðrum tækifærum til starfsþróunar (t.d. gestakennslu og starfskynnignu), ogóskað eftir gestakennurum eðastarfsnemum. Einnig geta skólar og stofnanir leitaðsamstarfsaðila fyrir verkefni íflokknum Samstarfsverkefni (Key Action 2). Þeir sem skipuleggja evrópsk námskeið fyrir skólafólk geta sömuleiðis auglýst þau á vefgáttinni. Auk ofangreindra verkfæra er gáttin vettvangur til að deila áhugaverðum greinum, fréttum og upplýsingum um skólamál í Evrópu.

Einstaklingar skrá sig inn sem notendur með notendanafni og lykilorði. Hægt er að tengja aðganginn Facebook, Twitter, Google+ og LinkedIn. Gáttin er tengd eTwinning rafrænu skólastarfi þannig að þeir sem eru skráðir í eTwinning geta notað aðgangsorð sín inn á School Education Gateway. Nánari upplýsingar eru á þessari slóð; 
http://www.erasmusplus.is/um/frettir/nr/3111


Vefstofa fyrir samstarfsverkefni
 

Fimmtudaginn 5. mars kl. 15.00 verður haldin vefstofa fyrir þá sem eru að undirbúa umsókn um fjölþjóðleg ,,Samstarfsverkefni“ (Strategic Partnerships) fyrir öll skólastig. Umsóknarfrestur um þau verkefni rennur út þriðjudaginn 31. mars klukkan 10.00 árdegis.

Hægt er fylgjast með námskeiðinu beint á netinu hvar sem þú ert staddur/stödd í gegnumsvokallað ,,Webinar“ kerfi.  Áhugasamir vinsamlegast skráið þátttöku á vefstofunni hér. Rétt fyrir klukkan 15.00 skrá þátttakendur sig inn hér í tölvum sínum. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á þessum flokki að taka þátt í námskeiðinu sem tekur um klukkutíma. Nánari upplýsingar um,,Samstarfsverkefni“ er hægt að nálgast á þessari slóð: http://www.erasmusplus.is/um/samstarfsverkefni/
 
 

Viltu fara í starfsnám erlendis eða fá  erlendan starfsnema í þitt fyrirtæki/stofnun?


Erasmus Student Network (ESN) hefur hleypt af stokkunum vefsíðu sem aðstoðar háskólastúdenta að leita að starfi erlendis, á meðan á námi stendur eða að lokinni útskrift. Einnig geta fyrirtæki og stofnanir nýtt sér þetta svæði til að leita að starfsnema í ákveðin verkefni eða starf.  Stofnanirnar eða fyrirtækin bera engan kostnað af þessari leit og það er á ábyrgð viðkomandi starfsnema að fjármagna starfsnámiðmeð Erasmus + styrk frá sínu heimalandi.

Framkvæmdastjórn ESB styrkir þetta verkefni en ESN sér um rekstur á vefsvæðinu og ber fulla ábyrgð á innihaldi vefjarins. En sjón er sögu ríkari. Við hvetjum alla til að fara inn á slóðina og skoða þá möguleika sem þar bjóðast fyrir háskólastúdenta og fyrirtæki og stofnanir.
www.erasmusintern.org
 
Share
Tweet
Forward to Friend
Copyright © 2015 Rannís, All rights reserved.


unsubscribe from this list    update subscription preferences 

Email Marketing Powered by Mailchimp