Copy
Fréttabréf Epale desember 2016! Fullorðinsfræðsla sem tæki til að efla umburðarlyndi og menningarvitund.
Skoða þennan póst í vafra
Skrá mig í EPALE

Vertu með í EPALE samfélaginu ásamt 18 þúsund sérfræðingum í fullorðinsfræðslu. Taktu þátt og gefðu álit, komdu með athugasemdir og eigin hugmyndir!


Fullorðinsfræðsla sem tæki til að efla umburðarlyndi og menningarvitund

Þann 16. nóvember fagnaði EPALE alþjóðlegum degi umburðarlyndis. Við beindum sjónum okkar sérstaklega að mikilvægi fullorðinsfræðslu hvað varðar styrkingu á menningarvitund, umburðarlyndi og aðstoð við samlögun innan þjóðfélagsins. Landsteymi EPALE í Evrópu tóku höndum saman um útgáfu efnis um málaflokkinn.  Á þessum hlekk er að finna áhugaverðar greinar og dæmisögur auk fjölda gagnlegra upplýsinga.  

Takið þátt í MOOC könnun EPALE um umfangsmikil opin námskeið á netinu!

Í nýlegri könnun okkar fyrir notendur á netinu kom fram að þeir vildu gjarnan að EPALE byði upp á fleiri möguleika til þjálfunar. Með það í huga er EPALE að kanna hvort hægt sé að standa fyrir umfangsmiklum opnum námskeiðum á netinu, „Massive Open Online Courses (MOOCs)“.  Álit ykkar á þessari hugsanlegu nýjung skiptir okkur miklu máli og viljum við biðja ykkur um að svara nokkrum einföldum spurningum varðandi verkefnið. Það tekur ekki nema 5 mínútur.
 Smellið hér til að svara könnuninni.

Blogg greinar

Fréttir frá Evrópu

Mikið var að gerast í málefnum fullorðinsfræðslu í Evrópu í nóvember:

  • Norska þingið er að skipuleggja námskeið í samfélagsfræði fyrir kennara í fullorðinsfræðslu til að gera þá hæfari til að fræða innflytjendur um mikilvægi samfélagslegrar þátttöku (NB).
  • Landskrifstofa menntunar, þjálfunar og hæfni í Albaníu skipulagði stóran umræðuvettvang fyrir kennara, þjálfara, rannsakendur, fræðimenn, stefnumótendur og fagfólk í fullorðinsfræðslugeiranum (EN).

Skráið ykkur núna!

Ekki gleyma að skrá ykkur á EPALE til að geta deilt skoðunum ykkar um það sem skrifað er þar. Skráið ykkur núna og verið með í samfélagi 18.000 sérfræðinga um fullorðinsfræðslu.


Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2016 Rannís, Allur réttur áskilinn..


Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp