Copy
Hugsaðu. Skapaðu. Miðlaðu.
Facebook
Facebook
Twitter
Twitter
Vefsíða
Vefsíða

Fréttabréf Creative Europe

Styrkþegar Creative Europe það sem af er 2016.
  • MEDIA: Þrír styrkþegar það sem af er ári: Mystery Productions, Bíó Paradís og RIFF
  • Menning: Reykjavík Dance Festival er þátttakandi í stóru samstarfsverkefni

Creative Europe

Creative Europe - Kvikmynda og menningaráætlun ESB 2014-2020 er ætlað að styrkja samkeppnishæfni hinna skapandi- og menningarlegu greina og efla menningarlega fjölbreytni. Áætlunin skiptist í MEDIA sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Menningu sem styrkir menningu og listir. 

MEDIA


Mystery Productions fær styrk fyrir leikna íslenska þáttaröð

Enn og aftur fær leikin íslensk þáttaröð styrk úr sjónvarpssjóði Creative Europe / MEDIA. Væntanleg þáttaröð mun heita „Fangar“ (á ensku „Prisoners“) og verður hún framleidd af Mystery Productions og leikstýrð af Ragnari Bragasyni. Upphæð styrksins er 271.685 evrur eða um 38 milljónir kr.

Söguþráður: Þegar Linda er dæmd í fangelsi fyrir að veita föður sínum lífshættulega áverka neyðist hún til að horfast í augu við sjálfa sig. Vandamálið er að leyndarmálið sem hún geymir og gæti fært henni frelsi, er ekki hennar að segja frá.
 

Bíó Paradís og RIFF fá styrk

Bíó Paradís fékk 3 þúsund evra styrk til að sýna kvikmyndina „A Perfect Day“ og Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF 2016 fékk styrk að upphæð 63 þúsund evra.
 

Allir MEDIA umsóknarfrestir

Leikarar og leikstjóri Fanga.

Menning


Reykjavík Dance Festival er þátttakandi í samstarfsverkefninu Advancing Performing Arts Project sem fékk heildarúthlutun að upphæð 2 milljónir evra frá Creative Europe áætluninni. Styrkfé verður nýtt til að koma á framfæri uppfærslum ungra evrópskra dans- og sviðslista. Þá stefna samstarfsaðilar að því að ná til stærri áhorfendahópa. Upphæðin sem Reykjavík Dance Festival fær er 60 þúsund evrur.

Samstarfsaðilarnir eru: BIT Teatergarasjen (NO), Szene Salzburg (AT), Tanzfabrik Berlin (DE), Arts Centre BUDA (BE), Centrale Fies Dro (IT), Fundacja Cialo/Umysl (PL), Maison de la Culture d'Amiens (FR), Student Centre Zagreb (HR), Reykjavik Dance Festival (IS), Theatre Nanterre Amandiers (FR), Teatro Nacional D. Maria II (PT).

Menning - umsóknarfrestir


Evrópsk samstarfsverkefni

- Umsóknarfrestur er til 5. október 2016 kl.10.

Forgangsatriði eru: 
  • Lán á listaverkum milli landa, ferðir og sýningar á alþjóðavísu
  • Ná til fleiri áhorfenda/áheyrendahópa
  • Ný viðskiptamódel, þjálfun og menntun
Tvær tegundir verkefna:
  • Minni samstarfsverkefni. Minnst 3 þátttakendur frá 3 þátttökulöndum Creative Europe / Menningar. Styrkupphæð er allt að 200 þúsund evrur eða mest 60% af kostnaði. Verkefnið getur staðið yfir í allt að 4 ár.
  • Stærri samstarfsverkefni. Minnst 6 þátttakendur frá 6 mismunandi þátttökulöndum. Styrkupphæð er allt að 2 milljón evrur eða sem nemur 50% af kostnaði. Verkefnið getur staðið yfir í allt að 4 ár. 
Nánari upplýsingar um samstarfsverkefni


Evrópskir samstarfshópar (platforms)

- Umsóknarfrestur er til 5. október 2016 kl. 10

Creative Europe styrkir samstarfshópa (vettvanga) innan skapandi greina til að:
Kynna evrópska listamenn, skapandi fólk og upprennandi hæfileikafólk; starfa saman milli landa til að ná til fleiri áheyrenda; og örva evrópskar sýningar á erlendum verkum. Að minnsta kosti 10 stofnanir frá 10 löndum (minnst 5 þátttökulönd Creative Europe / Menningar). Styrkupphæð er allt að 500 þúsund evrur eða allt að 80% af kostnaði verkefnis. 

Nánari upplýsingar um evrópska samstarfshópa


Evrópsk tengslanet

- Umsóknarfrestur er til 5. október 2016 kl. 10.

Styrkur er veittur til tengslaneta á öllum lista- og menningarsviðum sem þegar eru starfandi. Ekki færri en 15 stofnanir frá 10 evrópskum löndum vinna saman. Styrkupphæð er allt að 250 þúsund evrur eða mest 80% af kostnaði verkefnisins.

Nánari upplýsingar um evrópsk tengslanet

Góður listi yfir evrópsk tengslanet

Gleðilegt sumar!


Ragnhildur, Sarma og Hulda.
Öll réttindi áskilin © 2016 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp