Copy
Tengslaráðstefnur í júní!
Skoða þennan póst í vafra
Sækja um þátttöku

Erasmus+ tengslaráðstefnur í júní 2016
 

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þrjár tengslaráðstefnur í júní. Á tengslaráðstefnur koma aðilar frá mörgum Evrópulöndum og er tilgangur þeirra að efla tengsl fagfólks frá mismunandi  löndum og finna samstarfsaðila með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ áætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2017.
 
  • The relevance of Adult Education and the Erasmus+ Program verður haldin í Lissabon í Portúgal, dagana 1. – 3. júní nk. Áherslan er að auka vægi og gæði fullorðinsfræðslu í evrópskum samstarfsverkefnum og markhópurinn er fullorðinsfræðslugeirinn. 2 sæti laus!
  • Towards high quality in KA1 mobility projects for school education staff – a dialogue between National Agencies, Course providers and Schools. Ráðstefnan verður haldin í Köln í Þýskalandi, dagana 16. – 17. júní nk. Áherslan er á samtal milli Erasmus+ landskrifstofa, skipuleggjenda námskeiða og skóla. Markhópurinn er skólastjórnendur með reynslu af þátttöku í Erasmus+ eða Comeníusar verkefnum. 2 sæti laus!
  • Migrants in education: „Solutions for professionals in education dealing with challenges coming from migrant situation“. Ráðstefnan verður haldin í Amsterdam í Hollandi, dagana 15. – 17. júní nk. Áherslan er á hlutverk kennarans í því að mæta þörfum innflytjenda og markhópurinn er fyrir öll stig menntunar, skóla, starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu. 2 sæti laus!
Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan skóla. Einnig upplýsingar um reynslu umsækjanda og verkefnishugmynd. Við úthlutun styrkja er meginreglan að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.
Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi veitir styrk fyrir ferðakostnaði. Þátttökugjald, gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur, er greitt beint af Landskrifstofu.
Umsóknarfrestur er til 3. maí 2016

UmsóknareyðublaðÖll réttindi áskilin © 2016 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp