Copy
Fréttabréf Epale febrúar 2020.
Umhverfisvitund og umhverfisvernd.
Sérðu ekki póstinn? Þú getur skoðað hann í vafra.
Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Með því gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir um efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.
Skrá mig í EPALE

Kæru EPALE félagar

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að mánuðina janúar til mars er þema EPALE umhverfisvitund og umhverfisvernd.
Þetta eru svo sannarlega málefni sem mikið eru rædd í Evrópu og um allan heim og teljum við þróttmikla fullorðinsfræðslu og menntakerfi hafa stóru hlutverki að gegna við að gera heiminn sjálfbærari.
Kynnið ykkur málið!

Hvernig getur fullorðinsfræðslugeirinn hlúð að og styrkt færni í lífsleikni sem gerir fólk virkara og hæfara til að taka þátt í samfélaginu og málefnum eins og umhverfisvernd, hlýnun jarðar og ábyrgri neysluhegðun? 
Þér er boðið að deila hugmyndum þinum, góðum aðferðum og verkefnum um þetta málefni!
►Skrifaðu bloggfærslu Birtu frétt ►Deildu viðburði ►Settu úrræði þín á netið

Nýjasta efnið frá EPALE

BLOGG: Hvers vegna er matarsóun alheimsvandamál? (EN)
Samkvæmt Alþjóðamatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) týnist u.þ.b. þriðjungur matvæla sem framleidd eru á heimsvísu (á vinnsluferlinu), eða skemmist (í sölu- eða neysluferlinu).
FRÉTTIR: Verkefninu „Konur í valdastöðum“ lýkur (EN, ES)
Eftir að hafa náð settum markmiðum er ljóst að með þessu verkefni mun nást að byggja upp og efla konur til að ná framgangi í starfi.
ÚRRÆÐI: Fjórða alheimsskýrslan um fullorðinsfræðslu og menntun (EN)
Markmið GRALE skýrslunnar er að auka þekkingu okkar á fullorðinsfræðslu og menntun sem lykilatriði í ævinámi um allan heim.
BLOGG: Er mögulegt að einbeitni og djúp hugsun geti verið menntaleitnin („menntatrendið“) fyrir árið 2020? (EN, ET)
Kennarinn þarf ekki að samþykkja þá staðreynd að nemendur sem alist hafa upp á tímum stafrænna samskipta séu vanir að haga sér á yfirborðslegan hátt.
FRÉTT: MOOC EXULI – Efling farandfólks  (EN, IT)
Á svokölluðum „áfallatímum“ er þörf fyrir góð úrræði og aðferðafræði til að takast á við búferlaflutninga, sem hafa nú sem fyrr mikil áhrif um allan heim.
ÚRRÆÐI: Umbreyting á námsaðferðum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (EN, ES, DE)
Sjálfsnámsaðferð til að mæta þeim áskorunum sem fylgja stafrænum umbreytingum í atvinnulífinu.
BLOGG: Tilgangur og mikilvægi vinnustaðanáms fyrir kennara (EN, RO)
Ein mikilvægasta hvatningin til vinnustaðanáms er án efa að efla gæði þjónustunnar á vinnustaðnum.

Vertu með!

Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Þannig gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir við efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum 

Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2020 Rannís, Allur réttur áskilinn..

Þessi póstur er sendur þeim er hafa skráð sig á póstlista Rannís.
Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp