Copy
Fréttabréf Epale maí 2020.
Reynslusögur úr Epale samfélaginu.
Sérðu ekki póstinn? Þú getur skoðað hann í vafra.
EPALE er evrópskt vefsvæði sem ætlað er að efla samskipti fagfólks í fullorðinsfræðslu. Með því að skrá þig sem notanda geturðu tekið þátt í faglegum umræðum, leitað að samstarfsaðilum í verkefni og fundið spennandi námskeið og ráðstefnur á sviði fullorðinsfræðslu. Epale heyrir undir Erasmus+ áætlunina. 
Skrá mig í EPALE

Kæru EPALE félagar

Kæru EPALE félagar.
Það er okkur sönn ánægja að kynna að ýtt hefur verið úr vör nýju verkefni, Reynslusögur úr EPALE samfélaginu. Síðan heimsfaraldurinn COVID-19 braust út höfum við þurft að tileinka okkur nýjar vinnuaðferðir. Innan fullorðinsfræðslugeirans vinna margir fræðsluaðilar hörðum höndum að því að þróa frumlegar lausnir til að veita nemendum sínum stuðning á meðan á þessu óvissuástandi stendur. Nú sem aldrei fyrr þurfa fullorðinsfræðsluaðilar að sameinast, deila reynslu sinni og hvetja hver annan hér á EPALE vefgáttinni.

Deildu sögum þínum, reynslu og hollráðum með félögum þínum á EPALE!

Svar EPALE samfélagsins við COVID-19

Sem svar við þeirri ógn sem heilsu almennings stafar af COVID-19 heimsfaraldrinum  hefur EPALE sett saman ítarlega áætlun til að hjálpa notendum sínum. Þar á meðal er eftirfarandi: Viðtöl við sérfræðinga í fullorðinsfræðslu, úrræðapakkar þar sem áhersla er lögð á tækifæri í fullorðinsfræðslu og umræða á netinu þann 27. maí. Þar verður sjónum beint að viðbrögðum fræðsluaðila við þörfinni fyrir fjarnámstækifæri.

 Kynntu þér verkefnin sem við höfum hleypt af stokkunum sem svar við heimsfaraldrinum!

Fólk stendur upp við vegg, sumir skoða tölvu aðrir snjalltæki

Nýjasta efnið frá EPALE

EPALE úrræðapakki #1 - Fjarnám (EN, EL, HR, PL, ES)
Hér er fyrsti pakkinn í flokki úrræðapakka. Hann er hannaður til að styðja við vinnu fræðsluaðila í fullorðinsfræðslu.
EPALE viðtöl: Antonio Román og Gema Parrado – AUPEX (EN, ES, FR, HU, LV, EL)
„Núna er stærsta verkefnið að vera stöðugt í sambandi við notendur okkar á öllu svæðinu.‟  
Framtíðarsýn: Leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu eflast í notkun stafrænna kennsluaðferða eftir að heimsfaraldrinum lýkur! (N, HR, EL)
Listi yfir möguleg sérfræðisvæði á stafræna sviðinu sem geta skipt miklu máli fyrir fullorðinsfræðslu í framtíðinni.
EPALE viðtöl: Ildiko Simon - CROMO and VICTUM (EN, FR, EL)
„Kórónuveiran hefur neytt okkur til að bregðast við, til að tileinka okkur tækni og tölvuvæðast…. hún kom okkur öllum að óvörum.‟
COVID-19 hefur endurvakið þörfina á að kanna betur kennslumöguleika á netinu og námstækifæri  (EN, HR, FI, CS, PL, EL, GA, FR, RO, ES, DE, HU, LV ET)
Kórónavírusinn hefur haft veruleg áhrif á líf okkar allra og reynt hefur á hæfileika okkar til að aðlagast og sýna seiglu.
EPALE viðtöl: Laurentiu Bunescu – Fundația EOS (EN, HR, RO, EL)
„Ég held að nú séum við öll að byrja að átta okkur á mikilvægi lágmarks tölvukunnáttu til að við getum haldið áfram að taka þátt í samfélaginu, læra og vinna.‟

Vertu með!

Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Þannig gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir við efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.


 

Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2020 Rannís, Allur réttur áskilinn..

Þessi póstur er sendur þeim er hafa skráð sig á póstlista Rannís.
Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp