Copy
Fréttabréf Epale mars 2020.
Hvað getum við gert til að stuðla að umhverfisvitund í fullorðinsfræðslu?
Sérðu ekki póstinn? Þú getur skoðað hann í vafra.
EPALE er evrópskt vefsvæði sem ætlað er að efla samskipti fagfólks í fullorðinsfræðslu. Með því að skrá þig sem notanda geturðu tekið þátt í faglegum umræðum, leitað að samstarfsaðilum í verkefni og fundið spennandi námskeið og ráðstefnur á sviði fullorðinsfræðslu. Epale heyrir undir Erasmus+ áætlunina. 
Skrá mig í EPALE

Kæru EPALE félagar

Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur að taka þátt í næstu umræðum okkar, sem fara fram á netinu 18. mars n.k. á milli kl. 9 og 15 að íslenskum tíma. Umræðurnar, sem eru hluti af þema okkar fyrir mánuðina janúar -mars, umhverfisvitund og umhverfisvernd, munu snúast um hvernig hægt er að stuðla að umhverfisvitund í gegnum fullorðinsfræðslu. Notið tækifærið til að deila sögum, hugmyndum, dæmisögum og góðum aðferðum varðandi þetta málefni með EPALE samfélaginu.

Verið með í netumræðunum á þessari síðu þann 18. mars kl. 9 að íslenskum tíma.

EPALE fær nýtt útlit  

Það gleður okkur að tilkynna að um miðjan febrúar var útlit EPALE vefgáttarinnar endurnýjað. Ef þú hefur ekki séð það ennþá hvetjum við þig til að fara inn á heimasíðuna og njóta þess að vafra um og skoða splunkunýja útlitið okkar!

Nýjasta efnið frá EPALE

BLOGG: Umhverfið og loftslagsbreytingar í fullorðinsfræðsluverkefnum Erasmus+ (EN)
Síðan áætluninni var formlega ýtt úr vör árið 2014 hafa verkefni sem fjalla um „Umhverfið og loftslagsbreytingar” verið meðal þeirra verkefna sem hægt hefur verið að sækja um styrki fyrir.

ÚRRÆÐI: Umhverfisstjórnun: Vitneskja gærdagsins, þekking morgundagsins (EN, FR, DE, ES)
Erasmus+ verkefni um sjálfbæra þróun þar sem markmiðið er að yfirfæra þekkingu milli kynslóða til að endurreisa og efla arfleifð úr dreifbýli.

BLOGG: Hvernig á að draga úr áhrifum þjálfunar á umhverfið? (EN, ET, DE, HR, MT, FR, EL)
Veronika Tuul sendiherra EPALE gefur okkur dæmi um það sem aðilar í fullorðinsfræðslu geta gert til að taka umhverfisvænni ákvarðanir.

ÚRRÆÐI: Reiknivél til að reikna út umhverfisspor (EN, ET, SL)
Gagnlegt tæki fyrir bæði nemendur og kennara í fullorðinsfræðslu til að finna út umhverfisspor okkar og fá vitneskju um lausnir sem hjálpa okkur að hugsa betur um jörðina okkar.

BLOGG: EPALE styður umhverfisvitund  (EN, CS, PL, FR, MT)
Hvernig getur fullorðinsfræðsla lagt sitt af mörkum í alheimsbaráttunni gegn loftslagsbreytingum?

Vertu með!

Fáðu sem mest út úr EPALE með því að skrá þig inn reglulega. Þannig gefst þér kostur á að meta og gera athugasemdir við efnið og þú færð aðgang að öllu sem við bjóðum upp á.


 

Facebook
Facebook
Vefsíða
Vefsíða
Email
Email
© 2020 Rannís, Allur réttur áskilinn..

Þessi póstur er sendur þeim er hafa skráð sig á póstlista Rannís.
Viltu breyta áskriftinni?
Þú getur uppfært skráninguna eða afskráð þig

Email Marketing Powered by Mailchimp