Copy
Fréttabréf Erasmus+ október 2014
Skoða þennan póst í vafra

Umsóknarfrestir Erasmus+ 2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2015.  Fyrir flokkinn ,,Nám & þjálfun“ er  umsóknarfrestur 4. mars og í flokknum ,,Samstarfsverkefni“ er lokafrestur 31. mars.

Þeir sem hafa hugsað sér að sækja um, sér í lagi þeir sem ekki hafa sótt um áður, eru hvattir til að kynna sér vel Erasmus+ handbókina – en þar eru upplýsingar um hvaða skilyrði umsækjandi þarf að uppfylla, hvernig umsókn er metin, upphæðir styrkja og umsóknarfresti.

Í Æskulýðshluta Erasmus+ eru þrír umsóknarfrestir; 4. febrúar, 30. apríl og 1. október. Nánari upplýsingar um þá styrki veitir starfsfólk Evrópu unga fólksins.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Erasmus+ á Íslandi hjá Rannís og hjá Evrópu unga fólksins.

Sjá nánar hvernig sótt er um í Erasmus+

Í verkefni sem sótt er um beint  til Brussel eru ýmsir umsóknarfrestir á fyrri hluta ársins 2015. Miðstýrð samstarfsverkefni  hafa sértækari markmið en hefðbundin Erasmus+ samstarfsverkefni.  Miðstýrðu verkefnin snúa  annars vegar að samstarfi atvinnulífs og skóla svokölluð ,,Sector Skills Alliances“.  Þau verkefni ganga út á þróun nýrra námsleiða eða aðferða við kennslu og þjálfun í ákveðnum starfsgreinum.  Hins vegar eru þetta svokölluð ,,Knowledge Alliances“  sem ganga út á samstarf háskóla og atvinnulífs.  Þannig verkefni leitast við að þróa námsleiðir, námskrár  og önnur menntaúrræði í samstarfi háskóla og fyrirtækja.  Umsóknum skal skilað inn miðlægt til Brussel fyrir umsóknarfrest sem verður 30. mars 2015.

Þann 12. nóvember n.k. verður framkvæmdastjórnin með upplýsingadag í Brussel fyrir þá sem hyggjast sækja um miðstýrð verkefni. Hægt er að fylgjast með dagskránni beint á Netinu. Sjá nánar um upplýsingadaginn.
 
Í íþróttahluta Erasmus+ eru tveir umsóknarfrestir. Í flokknum ,,Evrópsk íþróttavika“ er umsóknarfrestur 22. janúar. Í öðrum íþróttatengdum verkefnum er umsóknarfrestur 14. maí. Hægt er að fá nánari upplýsingar um þau verkefni með því að senda tölvupóst á starfsfólk Erasmus + á Íslandi.
 

Fyrstu úthlutun úr Erasmus + lokið

Fulltrúar nokkurra þeirra skóla sem fengu styrk ásamt Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni menntahluta Erasmus + á Íslandi og Þorgerði Björnsdóttur sérfræðingi hjá Erasmus+ á Íslandi.Fulltrúar nokkurra þeirra skóla sem fengu styrk ásamt Ágústi H. Ingþórssyni, forstöðumanni menntahluta Erasmus + á Íslandi og Þorgerði Björnsdóttur sérfræðingi hjá Erasmus+ á Íslandi.

Íslenskir skólar, fyrirtæki og stofnanir brugðust hratt og örugglega við nýrri mennta- og æskulýðsáætlun ESB  og margar góðar umsóknir bárust Landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Alls bárust 100 umsóknir í menntahluta áætlunarinnar árið 2014 þar sem sótt var um rúmlega 8,1 milljón evra. Í heild hefur 4,4 milljónum evra eða um 674 milljónum króna, verið úthlutað til 66 skóla, fyrirtækja og stofnana og munu mörg hundruð einstaklingar njóta góðs af þessum úthlutunum.

Að þessu sinni var hæstum styrkjum  úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík  bæði til samstarfsverkefna og verkefna sem gefa nemendum og starfsfólki skólanna möguleika á að taka hluta af námi sínu og/eða sinna kennslu eða starfsþjálfun í Evrópu.  En meðal annarra stórra styrkþega má nefna Tækniskólann, Verkmenntaskólann á Akureyri, Keili, Matís og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Flokkarnir sem hægt er að sækja um styrki úr eru ,, Nám og þjálfun“ og ,,Samstarfsverkefni.“  Skólar og stofnanir geta sótt um styrki fyrir nemendur og starfsfólk á öllum skólastigum. Einnig geta fyrirtæki og stofnanir sem bjóða upp á símenntun og endurmenntun fengið styrki í margvísleg verkefni. Verkefnin sem hlutu  styrk á árinu 2014 eru afskaplega fjölbreytt og skemmtileg. Nokkur verkefni snúa að umhverfismálum, önnur að menningarlæsi, nokkur eru tónlistartengd og enn önnur snúa að lýðræði og smáríkjafræðum. Eitt verkefnanna tengist beint starfsnámi og annað gæðakerfum og faggildingu.

Hér er hægt að sjá lista yfir alla sem fengu styrk að þessu sinni.
 
Starfsfólk menntahluta Erasmus+ hjá Rannís veitir allar nánari upplýsingar um úthlutunina og um Erasmus+ áætlunina.
 

Örmyndbandasamkeppni Europass 2014

Europass hefur ýtt úr vör örmyndbandasamkeppni eða svokallaðri viral videósamkeppni.  Markmið keppninnar er vekja athygli á Europass með því að gera stutt myndbönd sem dreift er á Netinu. Þátttakendur hafa frjálsar hendur hvaða aðferð þeir nota við framleiðslu á viðkomandi myndbandi. Hægt er nota teiknimyndir, hreyfimyndir eða leikin atriði. Tengingin við Europass má vera óljós. Lykillinn að vel heppnuðu myndbandi er að það sé nógu eftirtektarvert eða skemmtilegt til að fólk langi til að deila því til vina sinna. Hámarkslengd myndbandsins er 3 mínútur. Skilafrestur myndbanda er til og með 31. október. Sjá nánari upplýsingar.
 
Þess má einnig geta að Europass á Íslandi hefur birt ný myndbönd þar sem ungt fólk segir frá reynslu sinni af notkun Europass og af dvöl í öðru Evrópulandi. En sjón er sögu ríkari. Skoða myndbönd.

 

Styrkir til að sækja tengslaráðstefnur

Að undanförnu hefur Erasmus+ Landskrifstofan styrkt þátttakendur frá Íslandi til að sækja þematískar tengslaráðstefnur í nokkrum löndum Evrópu. Tilgangurinn er að mynda tengsl við skólafólk í Evrópu sem geta í framhaldinu sótt um styrki til samstarfsverkefna á komandi árum.

Hægt er að sjá lista yfir þær ráðstefnur sem haldnar hafa verið í haust. Enn er opið fyrir umsóknir á ráðstefnu í Rúmeníu 18.-24. nóvember um þverfaglega samvinnu.
 

Evrópuáætlanir kynntar á Háskólatorgi

Fulltrúar Evrópuáætlana kynna tækifæri og styrki í Evrópusamstarfi á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 15:00 - 17:00. Nánari upplýsingar verða settar á heimasíðu Evrópusamvinnu - samstarfsvettvang samstarfsáætlana ESB á Íslandi, evropusamvinna.is þegar nær dregur.
 
Heimasíða Evrópusamvinnu veitir upplýsingar um tækifæri og styrki í Evrópusamstarfi. Þar er að finna upplýsingar um allar samstarfsáætlanir sem Ísland er þátttakandi í innan Evrópusambandsins. Áætlanirnar eru reknar af mismunandi aðilum og er vefsíðunni ætlað að auðvelda yfirsýn yfir helstu áætlanir sem Íslendingar taka þátt í.
 

eTwinning gæðaviðurkenningar veittar á menntabúðum Menntamiðju


Á myndinni, frá hægri til vinstri, eru: Zofia, Elín, Kolbrún, Rósa, Laufey, Ásta Erlingsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur og Ágúst frá Landskrifstofu eTwinning og Erasmus+.

Fimmtudaginn 16. október, stóð UT torg Menntamiðju fyrir eTwinning menntabúðum á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð. Starfsfólk landskrifstofu Erasmus+, eTwinning fulltrúar og kennarar í samstarfsverkefnum voru á staðnum. Sagt var frá nýjungum í eTwinning, eTwinning verkefnum, ofl.

Í lokin voru gæðaviðurkenningar fyrir eTwinning verkefni síðasta skólaárs afhentar. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður mennta- og menningarsviðs Rannís veitti viðurkenningarnar.

Þeir sem fengu gæðaviðurkenningar voru: Í lokin var dregið á milli skólanna og fengu Hofsstaðaskóli og Flataskóli gjafabréf í Tölvulistanum að andvirði 175 þúsund krónur hvor.


Share
Tweet
Forward to Friend
Copyright © 2014 Rannís, All rights reserved.


unsubscribe from this list    update subscription preferences 

Email Marketing Powered by Mailchimp